Skysports dæmdi Eið Smára einn slakasta manninn í liði Barcelona?

Ég tek strax fram að ég sá ekki leikinn. Skysports gefur leikmönnum Rangers 87 í heildareinkunn á byrjunarliðinu og Barcelona 79 þrátt fyrir að síðarnefnda liðið hafi stjórnað leiknum. Eitthvað eru þessar einkunnagjafir bretanna skrýtnar (hlutdrægar?!).

Eiður Smári fékk lægstu einkunn leikmanna Barcelona eða 6 ásamt þremur öðrum.

Þótti mönnum Eiður Smári vera góður? 


mbl.is Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Reyr Sigurðsson

Ranger voru mjög fastir fyrir í vörninni og Börsungar áttu mjög erfitt að finna glufur á vörninni. Hvað Eið áhrærir þá var hann hvorki betri né verri en hinir en hann gerði nú samt sem áður lítið annað en að vera batti  í spilinu. Hann sýndi enga galdra og hafði lítið frumkvæði að einhverju slíku.

Gunnar Reyr Sigurðsson, 23.10.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Bretar eru klikk og vita ekkert um fótbolta

Einar Bragi Bragason., 23.10.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við nánari skoðun á talnastatistíkinni hjá Skysports kemur í ljós að Barca er með boltann 70% tímans og allar aðrar tölur benda eindregið á yfirburði þeirra í leiknum. Þessi ábending um einkunn Eiðs hefur gert það að verkum að íslendingar hafa flykkst inn á Skysports og gefið honum mun hærri einkunn. Við íslendingar getum allt á netinu!

Haukur Nikulásson, 23.10.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Svartinaggur

Ég hef verið að glugga í þetta á erlendum fréttasíðum og þar segir að Börsungar hafi allt í einu uppgötvað hversu frábær miðjumaður Eiður er - mun betri en sem sóknarmaður. Menn eru á því að þetta lyfti honum talsvert ofar í goggunarröðinni meðal leikmanna liðsins.

Svartinaggur, 24.10.2007 kl. 13:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband