Allt áfengi í matvörubúðir

Það er hægt að færa rök fyrir öllu, líka því að banna bíla á þeim forsendum að þeir valdi u.þ.b. 30 dauðsföllum árlega. Með sömu rökum má banna lambakjöt því offita verði fjölda fólks að aldurtila á hverju ári. Kokkteilsósu ætti þá að banna á þeim forsendum að það sé "kransæðakítti".

Sams konar rök og að ofan eru notuð af þeim sem ekki vilja leyfa sölu á áfengum drykkjum í venjulegum verslunum.

Mín skoðun er sú að það sé of langt gengið í að reyna að verja minnihluta fólks, sem ekki getur með áfengi farið.  Það er ekki viðunandi að fólk sem vill hafa t.d. rauðvín með góðum mat að það þurfi að sækja máltíðina á óþarflega marga staði með tilheyrandi tíma, kostnaði og fyrirhöfn. Sú árátta forræðishyggjufólks að vandræði hinna fáu eigi að bitna á heildinni er óþolandi.

Það hlýtur öllu hugsandi fólki að verða ljóst að það er trúlega stærra vandamál falið í offitu nútímamannsins og það væri frekar að gera ætti aðgengi að mat erfiðara en nú er til að bæta almennt heilsufar. Ég tel að fæstir vilji sjá forræðishyggjuna ganga svo langt. Þess vegna á að leyfa sölu á öllu áfengi í búðum á meðan samfélagið ákveður að þetta séu leyfðar neysluvörur.

Áfengisvandamál verður aldrei "læknað" með því að takmarka aðgengi. Sem óvirkur tóbaksfíkill á ég vindla heima hjá mér og eldfæri. Aðalatriðið er að fíklar láti vandamálið í friði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Haukur alveg / Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.10.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Svartinaggur

Ef síðasta athugasemd á að heita rök gegn skrifum málshefjanda, þá get ég ekki annað en flokkað hana undir hundalógík. Ekki skildi ég málshefjanda á þá leið að venjan verði að gera sér sérstaka ferð til að ná í léttvínið, heldur að geta gripið það með sér um leið og steikin er valin úr kjötborðinu. Eðlilegasti hlutur í heimi.

Svartinaggur, 23.10.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst furðulegt að skv. frumvarpinu má aðeins selja vín að styrkleika 22% eða minna í verslunum. Sumsé, ég má kaupa vodka-ice eða bacardi breezer, sem er forblandað á flöskum, en ekki kaupa mér flösku af vodka eða rommi og blanda það sjálfur. Verslanir mega selja sumar tegundir snafsa, sem menn skella í sig helst í þeim tilgangi að ná kjörölvun á mettíma, en sömu verslanir mega ekki selja sterkara áfengi, t.d. romm - sem er sjaldnast drukkið nema vel blandað. Er þetta ekki bara spurning um allt eða ekkert, gera þetta almennielga eða sleppa því?

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 22:44

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband