Áhættufjárfestingin strax orðin að ránsfeng

Þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins er mjög athyglisverð. Hún er eiginlega svo ótrúleg að maður veltir fyrir sér hvort rétt sé haft eftir þeim Vilhjálmi og Bjarna.

Vilhjálmur er áhrifagjarn og einfaldur vingull, hann hefur ítrekað sýnt okkur það í ýmsum málum mismerkilegum. Hann lætur stjórnast af mönnum sem hafa nú niðurlægt hann frammi fyrir alþjóð. Bjarni Ármannsson nánast segir honum á fínu máli að halda kjafti. Nú sé búið að ráðstafa eignunum og hann hafi bara ekkert meira um það að segja.

Þetta segir okkur að annað hvort eru stjórnendur borgarinnnar algjörir erkiaular, eða þá að þeirra bíði sneið af þessari köku þegar fram í sækir. Hvorugt er mér að skapi.

Forsíðufrétt Fréttablaðsins


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hann Villi vitlausi er enn vitlausari en ég hélt. Í hvert sinn sem hann opnar kjaftinn á sér,  þá opinberar hann heimsku sína..

til hamingju sjálfstæðismenn, Þetta er ykkar maður !

Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 11:05

2 identicon

Ég þekki konu sem þekkir konu og koma þær allar saman í vinkvennaklúbbi einum. Sá klúbbur er vel settur í stjórnum margra sjóðanna. Þessar konur þekkja líka konur sem eru ættingjar þeirra og auðvitað þegar farið er með ALMANNAFÉ er eðlilegt að þessar konur kalli til sín konurnar sem þær þekkja og komi þeim að og gefi þeim kauprétt. Þannig virkar þetta í kvennaheimum. Menntun og fyrri störf skipta þar minna en að vera í rétta kvennasaumaklúbbnum sem hefur völd og aðgang að almannafé og og getur einkavætt það í vinkvennavasa að vild.

Konur sem þekkja konur vita einnig mætavel að til tryggja fé og völd vinkvennaklúbba í almannfyrirtækjum á leið á einkamarkað er mikilvægt að hafa snarar hendur á bak við tjöldin og er þá eðlilegt að þessar konur kviki frá löglegum aðferðum. Engan tíma má missa þar því þá gætu varðhundar almennings, karlaklíkan í pólitík hrifsað frá þeim sjálftökuréttinn og slíkt gengur ekki í saumaklúbbnum. Þar skal skipta rjómatertum eftir vinkvennaklúbbsreglum.

Konur vita líka sem er að besta leiðin að rjómanum er að nota almannfé og almanneignir í einkrekstur og katpítalbrask sér og sínum til vegs og virðingar, konur hafa ávallt komist að kjötkötlunum með því að mergsjúga beinin í almenningseldhúsum og vita sem er að opinberir aðilar sem bera ábyrgð á almannfé EIGA að vera í samkeppnisrekstri. Ekkert frjáls fyrirtæki getur keppt á almennum markaði án þess að til komi opinbert fé og styrkir.

Gústa (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Loksins varð Halli Gamli kjaftstopp/Kveðja/H.H.

Haraldur Haraldsson, 6.10.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Þvílíkt lifandis svínarí hefur maður sjaldan séð. Borgarstjóri setur ofan í þessu máli.

Ingi Geir Hreinsson, 6.10.2007 kl. 09:20

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú hefur verið farið að beiðni borgarstjóra varðandi hlutabréfakaup - kannski ekki svo einfaldur eftir allt...

Ingvar Valgeirsson, 6.10.2007 kl. 19:16

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, Villi hleypur alltaf á eftir skoðunum þess síðasta sem geltir á hann.

Af hverju eigum við borgarbúar ekki líka rétt á að fjárfesta þarna? Höfum við ekki borgað allan brúsann allan tímann?  Fengu starfsmenn Orkuveitunnar ekki greidd sanngjörn launin sín? Eiga þeir þá einhvern frekari rétt á umbun umfram okkur eigendurna?

Haukur Nikulásson, 6.10.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Manni verður hálf flökurt á því að fylgjast með þessum óþverrahætti. Eru þessir andskotar ekki annars í vinnu hjá okkur, eða er það bara misskilningur? Djöfullinn sjálfur bara, að þurfa að horfa uppá þetta. Maðurinn með kolluna ætti að hundskast úr stól borgarstjóra, ekki seinna en strax.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2007 kl. 14:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband