Spánverjar ákváðu að Eiður væri áfram meiddur!

Hér er mál í uppsiglingu sem ekki verður séð fyrir endan á strax.

Hér virðast Spánverjar vera að draga tennurnar úr íslenska landsliðinu með aðstoð forráðamanna spánska félagsins Barcelona. Þetta hlýtur að draga dilk á eftir sér þar sem búið var að lýsa því yfir að hann væri orðinn leikfær þó ekki hefði hann úthald í fullan leik.

Ég á jafnvel von á því að keppinautar Spánar um efstu sæti riðilsins láti fara fram rannsókn á þvi með hvaða hætti þetta ber að og þá reynir á það hvort stjórn KSÍ hefur manndóm í sér til að segja satt í þessu máli.

Það er auk þess ámælisvert að stjórn KSÍ noti nafn Eiðs Smára fram á allra síðustu stundu til að selja miða á leikinn. Er engin sómatilfinning lengur í þessu málum? 


mbl.is Barcelona óskaði eftir því að Eiður spilaði ekki í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Steinar Óli,

Ég hef aldrei eytt athugasemd. Í þínu tilviki skal ég gera það ef þú biður mig um það.

Haukur Nikulásson, 9.9.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

skrýtið þetta mál, fréttamenn hljóta að kafa dýpra í þetta

Hallgrímur Óli Helgason, 9.9.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: ViceRoy

Og ég held það hafi þá bara verið hið besta mál. Fannst liðið spila mjög vel í gær og með fullri virðingu fyrir Eiði Smára, þá held ég að liðið hafi spilað mun betur sem lið en ef þeir hefðu haft Eið Smára inná. Þegar Eiður spilar snýst allt í kringum hann og hann á að gera allt virðist vera, allt lagt á herðarnar á honum og það dregur liðið niður. Þetta er nákvæmlega eins með Ólaf Stefánsson í handboltanum, þegar hann spilar ekki þá spilar liðið betur. 

ViceRoy, 9.9.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Sammála Sæþóri.

Eiður er ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði, er algerlega dottinn úr leikformi. Mér fannst liðið bara spila fínan leik á móti Spánverjum, en samt finnst mér liðið alltaf detta í sama farið þegar við erum komnir 1-0 á móti stórliðum, við pökkum í vörn. Undantekningalaust endar það með að við þolum ekki pressuna og við fáum mark á okkur, gerist í hvert einasta sinn.

Af hverju getur liðið ekki bara haldið áfram að spila sama leik og þeir gerðu í 70 mínútur ?

Ívar Jón Arnarson, 9.9.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála Sæþóri og Ívari að hinir leikmennirnir eigi jafnvel að styrkjast við brotthvarf Eiðs. Maður sér þetta oft í hópíþróttum. Það er líka eins og að andstæðingarnir leggi sig ekki eins mikið fram ef þeir telja að liðið veikist við fjarveru stjörnuleikmanna.

Þetta voru í sjálfu sér ágæt úrslit í gær og ekki yfir neinu að kvarta, þó svo að einhverjir hafi talið mig neikvæðan i djókbloggi mínu hér á síðunni. Sumir taka þetta svo alvarlega að þeir kveikja ekki á bröndurunum. 

Haukur Nikulásson, 9.9.2007 kl. 17:36

6 identicon

A.m.k. má kalla það sérstaklega neyðarlegt fyrir KSÍ að hafa lúffað fyrir öðru af stærstu knattspyrnuveldum Spánar, með því að geyma sinn þekktasta leikmann og markaskorara uppi í stúku í leik á móti Spáni! Að sjálfsögðu ættu fjölmiðlar að grafast frekar fyrir um þetta mál.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband