Áfram stefnt að því að stela Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun

Hún er lævís en örugg leiðin að því að stela orkufyrirtækjum landsins.

Þrátt fyrir að stjórnmálamennirnir séu iðnir við að lýsa því yfir að ekki standi til að selja þessi fyrirtæki þá mun það gerast. Fyrirtæki sem eru í samkeppnislausri þjónustu við almenning á ekki að selja, það er bara landráð. Við erum þegar að súpa seiðið af því að einokun í einkarekstri er ekki endilega betri en einokun í opinberum rekstri. Kjósendur geta a.m.k. haft einhver áhrif á opinbera reksturinn en nákvæmlega engan á einkareksturinn. Það þarf enginn að efast um að orkuverðið hækki ekki við einkavæðingu þegar engin er samkeppnin. Það þarf hreina hálfvita eða lygalaupa til að halda öðru fram.

Nú þarf að veita viðnám og láta stjórnmálamennina vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Það eru forstjórar fyrirtækjanna sem ætla að koma þeim í hendur einkaaðila og þeir eru bara að tryggja áframhaldandi áhrif sín með því að vinna að framgangi að stærstu ránum Íslandssögunnar.

Stjórnmálamennirnir eru annað hvort svona einfaldir í hugsun eða lygnir. Hvorttveggja ekki viðunandi. 


mbl.is Tillaga um að breyta OR í hlutafélag samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þínir ( fyrrverandi ) á fullu, ég er ekki viss um að þínir (núverandi ) muni mótmæla þessu.

Georg Eiður Arnarson, 3.9.2007 kl. 18:08

2 identicon

Orkuverð til hins almenna neytanda á ekki að hækka skv. yfirlýsingum. Það sama var einnig sagt við breytingu á Rarik fyrir skömmu. Það má til sanns vegar færa að upphæðin á reikningnum hækkaði ekki, en....... við neytendur fengum tvo reikninga í stað eins áður (reikningur frá Orkudreifingu bættist við) og summa þeirra tveggja var hærri en reikningurinn frá Rarik var áður. Þið fáið eflaust að kynnast viðlíka blekkingaleikfimi á markaðssvæði Orkuveitunnar.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband