17.8.2007 | 23:59
Svona stóðu þeir sig - Tónlistargagnrýni
Páll Óskar: Alltaf á tón og öruggur í því sem hann gerir. Hann er fyrsta flokks skemmtikraftur sem ég hef aldrei séð klikka. Stóð sig líka vel sem kynnir. Einkunn: 5/5.
SSSól: Sem hljómsveit virkaði allt hjá þeim. Tóku toppinn af sínu prógrammi og gerðu það bara vel. Helgi náði ágætu sambandi við áheyrendur og lagði sig allan fram. Einkunn: 4/5.
Luxor: Einar Bárðar notaði tækifærið og kynnti þessa drengi til sögunnar. Þeirra frammistaða var lituð af taugaveiklun og þá verður svona söngur þvingaður og vantar góða áferð. Sumir þeirra héldu ekki vel tóninum. Með meiri samæfingu geta þeir orðið eitthvað, en eitthvað segir mér að það sé ekki það mikið púður í þeim að maður þyldi meira en þrjú eða fjögur lög áður en maður vildi fara. Ég fékk á tilfinninguna að einn þeirra yrði kannski mjög góður söngvari innan skamms. Einkunn: 2/5.
Nylon: Mér finnst eiginlega leiðinlegt að finnast þessar sætu og geðþekku stelpur svona misheppnaðar á köflum. Það hreinlega læddist niður aulahrollur strax á fyrsta lagi. Þær eru samt betri með nýrra efnið, samt einhvern veginn með hálf óþroskaðar söngraddir. Kannski þurfa þær bara lengri tíma. Einkunn: 2/5.
Mugison: Mjög athyglisvert prógramm hjá honum. Næstum allt efnið nýtt sem er nánast bannorð á svona tónleikum. Lögin voru furðu góð við fyrstu hlustun. Meðspilararnir voru bæði kraftmiklir og greinilega í góðu stuði með honum. Þetta féll vel í kramið hjá mér. Einkunn: 4/5.
Garðar Thor Cortez: Þetta er mjög góður söngvari. Hann var samt ekki góður í kvöld og kom tvennt til. Hann belgdi sig of mikið í stíl við Kristján Jóhannsson og svo var hljóðmaðurinn á hljóðkerfinu ófær um að koma nefhljóðinu út úr EQ-inu. Garðar þarf ekki að belgja sig í söng. Hann hljómar vel þegar hann er á lýrískum og mjúkum tón eins og t.d. Carreras. Einkunn: 3/5.
Todmobile: Hjá þeim er alltaf topphljóðfæraleikur og gott grúv. Söngurinn þeirra er orðinn mjög köflóttur og á stundum hreint falskur. Hvorki Andrea né Eyþór voru í stuði. Eyþór má eiga það að líkamsræktin er að skila sér, en söngurinn er svolítið tapaður, kannski vegna vanrækslu í þeirri deild. Einkunn: 3/5.
Bubbi: Tók sitt númer óaðfinnanlega. Skilaði öllu því sem fólkið beið eftir og vildi heyra og það meira segja í hárréttri röð. Kórónan verður víst áfram hjá honum. Einkunn: 5/5.
Stuðmenn: Hljómsveitin mín og allra landsmanna missti sig alvarlega í kvöld. Spilaði eitthvert einkaflipp fyrir sjálfa sig í "eighties" hljóðgervlastíl. Hundleiðinlegt. Vantaði betri lögin í prógrammið og mér fannst það alvarleg sóun á að láta einn besta trommuleikara landsins spila á raftrommur. Egill var sá eini sem stóð sig eðlilega. Jakob á trúlega hugmyndina að útfærslunni og að þessu sinni floppaði hún. Hann mátti vita fyrirfram að þetta gengi aldrei upp á svona stórum konsert. Stundum fær maður það á tilfinninguna að Stuðmenn séu frekar að skemmta sér en áhorfendum. Það vantaði strengjasveitina Þórð og Tomma á réttu hljóðfærin. Stuðmenn urðu fyrir áfalli í kvöld. Einkunn: 1/5. Björgvin í pilsi var ekki alveg með sjálfum sér og átti ekkert erindi inn í Stuðmenn í algjöru óstuði.
Þessi konsert var mjög áhugaverð tilraun til að leiða fram landslið í tónlist og lukkaðist á köflum ágætlega.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Haukur eg er bara mjög sammála þessu hjá þer,við gömlu hjónin voru lika með þetta á svipuðum nótum/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 18.8.2007 kl. 00:14
Sammála þessu með Stuðmenn. ÞAð er spurning hvenær þeir gefa út karíoki disk. Þeir hefðu betur setið heima í kvöld.
B Bald (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 00:17
Sammála þér að mörgu leit en:
Todmobil kom vel út niðri á Velli en rétt er að það var ekki allt fullkomið og sánduðu fínt.
Ég hefði gefið Stuðmönnum 0/5.
Gunnar Reyr Sigurðsson, 18.8.2007 kl. 00:21
Ég er svo hjartanlega sammála með Stuðmenn = 0/5.
Helgi Steinar (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 00:27
Ég missti af sumu en náði þó Bubba og Nylon. Bubbi var pottþéttur og Nylon kom mér verulega á óvart. Mér fannst þær mjög góðar.
Sigurjón Þórðarson, 18.8.2007 kl. 01:08
Nylon góðar???????????? Hefði aldrei haft magann í að hlusta á stuðmenn en SSSól, Mugison og Garðar voru að gera sig. Luxor eins og Nylon eru bara miðlungs hljóðhermur og ólagvissar í þokkabót. En skelfilega var þetta miðlungs í heildina. Bubbi náði þó stemmningu með frösunum sínum.
Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2007 kl. 02:25
Og Todmobile var bara draugurinn af sjálfum sér.
Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2007 kl. 02:25
Sammála, sérstaklega með Garðar & Co.
Þú ert greinilega vandaður tónlistargagnrýnandi. Stuðmenn héldu engan vegin í Sjónvarpi, maður hélt að þetta væri 25 sekúndna flipp-og sniðugt- þarna í byrjun, og svo...kannski eitt intro lag í Kraftwerk útgáfu, en að klára konsertinn á þessu, nei takk, þau fáu stuðlög sem komu voru bara eins og lélegt cover. Fínt spileríi hjá Jakobi en of weird sound, Egill að reyna að halda þessu uppi, en vantaði Röggu Gísla, svo ekki sé minnst á Valgeir - Algjör Bömmer.
T
Teitur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 03:41
Fremur hefði ég borað með handbor í hnéskeljarnar en að sitja undir þessu rugli. Stuðmenn eru jú ekki þeir einu sem voru með einkaflipp, heldur var Einar Borðar að troða sínu að þarna - bað í raun og veru einhver um Luxor og Nylon? Svo mætti þessi bévítans Cortes-þokulúður týnast á hafi úti mín vegna.
Ingvar Valgeirsson, 18.8.2007 kl. 12:04
Ég get ekki hætt að hlæja að athugasemdinni hér fyrir ofan. Skoðanir Ingvars eru allavega ekki óskýrar!
Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2007 kl. 16:45
Ég missti blessunarsamlega af þessu.
Sigurjón, 18.8.2007 kl. 20:53