Er viðskiptaráðherrann einfaldur?

Það er hreinlega ekki hægt að verjast ofangreindri spurningu þegar maður les þessa grein.

Það vita allir sem eru í viðskiptum að þú "étur" ekki gengishækkanir bara af því að þú ætlir að vera svo "góður" við almenna neytendur að hækka ekki vöruverð þegar innkaupsverðið þeirra hækkar.

Ég hef færst sífellt nær þeirri skoðun að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið kosinn til ábyrgðarstarfa vegna þess að hann hefur slétt og fellt útlit, hófsaman talanda og verið forystunni sauðtryggur og umtalsgóður í hennar garð. Björgvin hefur líka sýnt af sér að vera vel meinandi. Þar með held ég að kostir hans séu upptaldir. En þetta dugir bara ekki til að vera alvöru viðskiptaráðherra.

Ummæli hans á mörgum sviðum undanfarið eru að sannfæra mig um að hann sé í raun allt of einfaldur og skaplaus til að geta sýnt einhver tilþrif í stöðu viðskiptaráðherra. Ég held reyndar í alvöru að hann skilji alls ekki eðli viðskipta.

Mér kæmi ekki á óvart að hann færi í gegnum sinn pólitíska feril eins og Valgerður Sverrisdóttir, sem var nægilega foringjaholl og hugguleg til að þrífast allt of lengi í toppstöðum þrátt fyrir algjöran skort á hæfileikum.


mbl.is Verslanir og birgjar taki á sig hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einfaldur - það fer svolítið eftir því hvort hann er að meina þetta og hvort hann heldur í raun og veru að þetta sé möguleiki í raunveruleikanum. Má svo ekki útiloka þann möguleika að þetta sé lýðskrumsbull. Það væri ekki í fyrsta skipti sem pólítíkus léti svoleiðis út úr sér.

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2007 kl. 14:42

2 identicon

Ég hélt nú satt að segja að það væri ekki í verkahring ráðherra og allra síst ráðherra sjálfstæðismanna að vera að pexa yfir verðlagningu. Ríkir ekki frjáls samkeppni og er það ekki hún sem á að sjá til þess að verð haldist eðlileg. Hlutverk ríkisins er fyrst og fremst að sjá til að eðlilegar aðstæður ríki á markaðnum þ.e. að ekki sé um að ræða einokun eða fákeppni.

Ef verð á matvöru er orðið of hátt, er þá ekki komið tækifæri fyrir nýtt fyrirtæki að hasla sér völl með því að vera ódýrari en allir hinir einsog Bónus og Hagkaup gerðu hér eitt sinn.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband