1.8.2007 | 08:53
...og hverjar eru skuldirnar?
Hvernig væri svolítil alvöru blaðamennska hér? Hverjar eru skuldir bankanna? Hver er þá hrein eign þeirra? Hvernig er samsetning eignasafnsins?
Er ekki kominn tími til að blaðamenn geri eitthvað annað en að éta upp, alveg óbreytt, forsoðnar tilkynningarnar frá fjármálafyrirtækjunum?
VIÐBÓT:
Úr því ég spurði um skuldirnar ákvað ég að leita að svörum í uppgjörum bankanna þar sem þau er að finna á netinu.
Heildareignir bankanna þriggja eru 9502 milljarðar. Heildarskuldir eru 8833 milljarðar. Þetta gerir 669 milljarða í bókfærðu eigið fé sem er að meðaltali tæplega 7.6%. Hæst er bókfært eiginfjárhlutfall Kaupþings (7.9%) og lægst hjá Glitni (6.9%) en Landsbankinn er þar á milli með 7.6%.
Ég kíkti á sambærilegar tölur hjá Den Danske Bank og sé að þeir standa verr í þessu sambandi en íslensku bankarnir. Þeir eru með aðeins 3.3% eiginfjárhlutfall í samanburði. Danske Bank stóð fyrir rógsherferðinni á hendur íslenska efnahagsundrinu (sem kannski var meira sönn en menn kærðu sig um að vita) en voru sjálfir að kasta grjóti úr glerhúsi á sama tíma.
Ég tel eins og áður að ekki megi mikið bregða útaf í hlutabréfamarkaði og gengismálum til að ekki fari illa fyrir íslensku bönkunum. Á meðan bjartsýnin ríkir standa þeir vel en um leið og hún dvín getur farið illa.
Ímyndið ykkur 200 kílóa suomoglímukappa á pinnahælum í fyrsta skipti. Á meðan hann hreyfir sig ekki er hann stöðugur og virkar ógnarsterkur, en er trúlega á hausnum um leið og hann hreyfir sig.
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 89,6 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Veit um fréttamann, sem hefur verið að reyna að komast að hinum ýmsu málefnum tengdum þessu stórskrýtna ,,HAGKERFI" okkar.
Þar ríkir algerlega og nánast ómeðvitað samsæri þagnarinnar.
EF einhver sem er málsmetandi, tjáir sig um málefnin, líkt og Ragnar Önundason gerði, er nánast kominn tappi uppí alla sem vita og kunna trikkin.
Spurning:
Hvað er á bakvið svonefnd ,,Krónubréf"?
Eru það ,,eignir" bankana?
Hverjar eru ,,eignir" banka?
Eru það skuldir Heimilanna hérlendis?
Semsagt brauðstritarar landsins.
Ekkert fæst upp um það og eftirlitið með bönkunum er í algerri Skötumynd.
Samkvæmt Bankalögum er fjármálastofnunum ÓHEIMILT að eiga fasteignir, félög í fasteignarekstri eða nokkuð slíkt.
SAMT eiga bankarnir haug af fasteignum, fasteignafélögum OG ERU EKKERT AÐ FELA ÞAÐ.
Fjármálaeftirlitið lætur sem þetta sé ekki svo.
Svo eru menn að gera grín að Strútnum.
Fussum svi
Miðbæjaríhaldið
Vill að allir fari að lögum.-, ekki bara sumir.
Bjarni Kjartansson, 1.8.2007 kl. 09:48
84. gr. laga um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 kveða á um að eigið fé skuli ekki vera undir 8% af áhættugrunni. Ég velti því fyrir mér hvort bankarnir standist þetta ákvæði eða ekki. Lögin skýra ekki til fulls hvernig áhættugrunnur er reiknaður en einhvern tíma var ég í þeirri trú að krafan væri að heildareignir væru a.m.k. 8% hærri en heildarskuldir þ.e. eiginfjárhlutfall ætti að vera minnst 8% sem bankarnir ná ekki miðað við ofangreindar tölur. Einhver kann eflaust að skýra þetta betur.
Haukur Nikulásson, 2.8.2007 kl. 21:02