West Ham örugglega ekki "westi" staðurinn fyrir Eið Smára

Ég hef ekki trú á að Eiður eigi framtíð hjá Barcelona og hafði það einhvern vegin ekki þegar hann fór þangað. Það var viðbúið, sem og reyndist, að honum væri ætlað hlutverk varamanns.

Eið skortir hvorki hæfileika til að leika knattspyrnu né líkamlegt atgervi til að endast í þessari íþrótt. Hann virðist helst skorta eldmóðinn og ákveðnina. Því miður tel ég hans helsta veikleika vera skort á þeim hroka sem gjarnan einkennir íþrótta- og listamenn í fremstu röð.  Þessi hroki (sem sumir kalla bara sjálfstraust) hjálpar fólki að ná hæstu hæðum í sinni grein. Þeir bestu einfaldlega trúa alltaf að það sem þeir eru að gera hverju sinni gangi upp.

Ég hef fulla trú á að þessi skipti til West Ham gæti orðið Eið til góðs. Hann fengi loksins það leiðtogahlutverk sem hann þarf til að ná á þann topp sem býr í honum. Hann þarf hins vegar að virkja andlega hlutann til fulls.


mbl.is Viðræður West Ham og Barcelona um kaup á Eiði sagðar hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eiður hefur áður unnið sig upp í að vera aðalmaðurinn af varamannabekk. Hann og Henry gætu orðið magnað sóknarpar þannig að ég vona að hann verði áfram hjá Barcelona. Eða fari til United.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.7.2007 kl. 19:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband