Útvarp Saga býr við einelti

Mér hefur hingað til þótt ágætt að hlusta stundum á Útvarp Sögu á morgnana og þá sérstaklega Sigurð G. sem tekst yfirleitt ágætlega að halda uppi dampi.

Símatímarnir eru hins vegar að verða svolítið pínlegir því þar eru nokkrir "áskrifendur" orðnir svo harðir að hringja að maður finnur pirruvíbringinn hjá þáttastjórnendum skila sér til manns. Í morgunn keyrði  fram úr hófi. Maður sem kallar sig "Steingrímur" hringdi a.m.k. tvisvar í Sigurð og svo aftur tvisvar í Grétar Mar sem var að leysa Arnþrúði af.

Þessi maður er hreinræktaður símatímastalker og ætti að setja í bann, annars hætti ég að hlusta. Hann er því miður orðinn alger óverdós og skiptir þá engu máli hér hvort hann hefur vitlegan málstað að styðja eður ei. Hann er orðinn svo þrálátur að það hríslast um mann pirringshrollur um leið og hann byrjar sitt óskipulega síendurtekna kjaftæði.

Það eru takmörk fyrir umburðarlyndinu, Steingrímur er kominn langt fram úr þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Er þetta ekki Steingrímur Hermannsson?  Það kæmi mér ekki á óvart.

Sigurjón, 24.7.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Já, þetta er fremur pirrandi, líka þegar einhver motormouth tekur syrpu um eitthvað algerlega ómerkilegt málefni. Ef þá hann Eiríkur (heitir hann það ekki) sem er núna farinn að færa út kvíarnar. Ég heyrði í honum á Bylgjunni um daginn með sömu rulluna. Þetta verður svo sem að segja en væri ekki nóg fyrir þessa einstaklinga að segja: Góðan daginn, ég heiti Eiríkur - auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði (eða orð sem eiga við hjartans málið).

Ingi Geir Hreinsson, 25.7.2007 kl. 11:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband