Sum kvöld eru bara skemmtilegri en önnur

Sum kvöld eru skemmtilegri en önnur. Hvernig á annað að vera? Hvernig getur maður upplifað skemmtilegt kvöld nema vita líka hvernig "venjuleg" kvöld eru. Satt að segja upplifi ég ekki mörg leiðinleg kvöld nú orðið.

Við Gunni tókum að okkur að spila í afmælisveislu í gærkvöldi hjá vinafólki okkar Arnari og hans yndislegu sambýliskonu Heiðu. Þetta átti að vera sameiginlegt 100 ára afmæli þar sem þau væru samtals eitt hundrað ára á um það bil þessum degi. Þetta reyndist vera allt saman bara hálfur sannleikur og eftir á að hyggja eiginlega tóm blekking!

Við byrjuðum að spila í þokkalega góðum fíling þegar upp kemst að þau létu pússa sig saman þá fyrr um daginn. Þannig að 100 ára afmælið breyttist snarlega í giftingarveislu og þar með var lokið rúmlega 40 ára syndalifnaði þeirra skötuhjúa. Rúmlega 40 árin eru semsagt eins og hitt dæmið rúmlega 20 ár sem hún hefur búið með honum og svo hin rúmlega 20 árin sem hann hefur búið með henni. Einhvern veginn hélt ég að þroskað fólk reyndi rekar að draga niður árafjöldann, en sumir gangast bara upp í því að bæta við háum tölum.

Þar sem partíið breyttist svona snarlega úr afmælisveislu í brúðkaupsveislu, þá þurftum við Gunni að vippa upp óæfðum brúðarmarsi (sem var gargandi gítarsóló í stíl við þjóðsönginn hans Jimi Hendrix á Woodstock) og svo klassískum ástarsöngvum eins og ástinni hennar Ragnheiðar Gröndal og Ó, þú eftir Magga Eiríks. Þessi lög klikka ekki, jafnvel ónýtir söngvarar geta flutt þau þannig að þau hrífi, svo vel eru þau samin.

Þetta er með skemmtilegri uppákomum sem ég hef komist í. Dúndrandi stuðið á brúðhjónunum/afmælisbörnunum og gestunum gerir þetta að sérlega eftirminnilegu kvöldi.

Til hamingju Arnar og Heiða með hnapphelduna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Skál!

Sigurjón, 24.7.2007 kl. 21:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband