18.7.2007 | 22:58
Okrið á Íslandi íslendingum sjálfum að kenna
Hátt matvælaverð er aðallega vegna hárra verndartolla vegna þess að hér er verið að vernda íslenska smábændur frá útrýmingu. Ef ég man rétt þótti bara hæfilegt hér áður fyrr að bændur hefðu eðlilegt lifibrauð af því að reka bú með rúmlega 200 rollum og 15 beljum í fjósi. Ég veit ekki nákvæmar tölur en flestum er ljóst að tugir milljarða eru settir í það að vernda þá bændur sem eftir eru með því að okra á öllum landsmönnum. Við þurfum ekki að ganga í ESB til að lækka matvælaverð. Bara fella niður tolla með tveggja ára fyrirvara. Það er ekki boðlegt í nútíma samfélagi að ríkið styrki atvinnugreinar með þessum hætti. Það er alvarleg tímaskekkja.
Áfengisverð er eitthvert hið hæsta í heiminum. Það er líka vegna okurs ríkisins. Ef ríkið væri ekki í milljarðasóun í utanríkismálum, landbúnaðarmálum, menningarmálum, eftirlaunamálum, varnarmálum og öðru sem má orðið missa sig mætti búast við að áfengisverð gæti lækkað.
Álögur ríkisins á bílaeldsneyti er eitt hneykslið í viðbót. Til viðbótar milljarðasvindli olíufélaganna bætir ríkið um betur og nauðgar bíleigendum sem aldrei fyrr.
Þeir sem kosnir eru til þings og stjórnunarstarfa verða strax samdauna kerfinu og nýliðunum er kennt fljótlega að njóta ávaxtanna með hinum. Hvenær heyrið þið t.d. stjórnarþingmenn gagnrýna eitthvað sem hér hefur verið nefnt... ég heyri það aldrei.
Það er orðið löngu tímabært að stjórnvöld taki alla fjárþörf ríkisins til endurskoðunar og byrji á núllpunkti. Núllpunktur þýðir að réttlæta þurfi öll ríkisútgjöld út frá öðrum rökum en þeim að þetta hafi alltaf verið gert áður.
Það eina sem getur hreyft við þessum málum eru stöðugar ábendingar til stjórnmálamanna. Það þarf að heyrast í fólki á milli kosninga ekki bara rétt fyrir kosningar. Látið í ykkur heyra ef þið þolið ekki okrið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég leyfi mér að spá fyrir um meiriháttar breytingar til góðs á næstu 4 árum. Hægri krata armur samfylkingarinnar er að brjótast út og láta í sér heyra eftir að hafa verið undir þumlinum á Sovét-Ingibjörgu, sem nú er upptekin í rusl embætti erlendis. Og loksins er risaeðlugeimveran Ljóða-Guðni Ágústsson farinn og framsóknarsorpið með honum, sem hefur passað upp á bændastéttina eins og þetta séu smábörn með bleyju. Og loksins hefur samfylkingin gefið eftir í þvermóðsku sinni og viðurkennt (alla veganna nokkrir aðilar innan hennar) að frjálst markaðshagkerfi er grundvöllur velferðarsamfélags. Þetta er allt í rétta átt, vona ég.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.7.2007 kl. 23:19
Það er kannske hluti af hinu háa matarverði að verið sé að setja verndartolla á afurðir sem framleiddar eru hér á landi, en það er vízt einungis 6% af heildarpakkanum. M.ö.o. landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru hér á landi eru ekki nema 6% af meðal matarkörfunni. Svo eru allir brjálaðir út af þessum tollum, en heildsalar og smásalar leggja mikið á allar vörur, mata krókinn og hlæja svo bara í laumi þegar bændum er kennt um ástandið. Svei því!
Sigurjón, 19.7.2007 kl. 14:27