17.7.2007 | 17:37
Sýndarmennska bifhjólamanna heldur áfram
Nú er manni að verða nóg boðið. Einu skiptin sem bifhjólamenn keyra á löglegum hraða er þegar þeir fara í áróðurinn. Pakka sér saman, keyra lúshægt og stífla alla aðra umferð í tómri sýndarmennsku. Tilgangurinn er að fá fjölmiðla til að mynda herlegheitin og reyna telja okkur hinum trú um að þeir aki einhvern tíma á löglegum hraða. Er ekki bara hægt að fleyta kertum eða sleppa blöðrum?
Það kæmi hljóð úr horni ef venjulegir bifreiðaeigendur færu í svona hópakstur í hægagangi til gera annaðhvort að mótmæla eða leggja áherslu á umferðaröryggi í hvert skipti sem alvarleg slys verða.
Hættið þessu rugli og farið að bara að keyra eins og menn. Við hin getum reynt að sýna bifhjólafólki eins mikla tillitssemi og unnt er. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að bifhjól eru hættuleg manndrápstæki í umferðinni. Þeir sem iðka þennan lífsstíl VITA að þeir eru að taka áhættu í umferðinni. Aðrir vegfarendur eiga oft erfitt með að átta sig á þeim vegna smæðar og því hversu kvik þau eru í hreyfingum.
Sniglarnir efna til keyrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Þetta er eitt það kjánalegasta sem ég hef heyrt / séð! Þú, eins og nokkrir aðrir, setur ALLA bifhjólamenn undir sama hatt.
Það er eins og ef ég segði að allir Subaru-eigendur eru með strípur og búsettir á Selfossi.... Alíka gáfulegt.
Kynntu þér málið betur ef þú ætlar þér að blanda þér í þessi mál.
Góðar stundir.
silli (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 18:58
Það má vel vera að þetta hljóma kjánalega, Silli, en málið er að eftir 35 ára ökuferil á ég ennþá eftir að sjá bifhjólamann keyra á löglegum hraða úti á þjóðvegi.
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 19:08
Svona fullyrðing er bara nett fáránleg. Ég er búinn að hjóla 9-10 mánuði á ári síðustu fimm árin, alltaf löglega. Mér finnst það jafn fáránlegt að setja allt hjólafólk undir sama hatt eins og að setja alla jeppaeigendur eða alla sportbílaeigendur undir þann hatt sem þú svo haglega fabríkerar þarna.
Ég hef orðið fyrir meiri hættu, óþægindum og ónæði frá ökumönnum bifreiða en ég hef nokkurntíma orðið frá mótórhjólafólki. Sumir ökumenn bifreiða sleppa því gjarnan að stöðva við gangbrautir, horfa ekki í kringum sig þegar þeir keyra, keyra yfir á ljósum (þvert á mína akstursstefnu) þó svo að þeirra ljós séu löngu orðin rauð, virða ekki biðskyldu og stöðvunarskyldu, gefa ekki stefnuljós, keyra ljóslausir í rökkri, fylgjast ekki með umferðinni fyrir aftan sig (og negla gjarnan niður án ástæðu sem fylgifisk við athugunarleysið), svo ég minnist ekki á að tala í GSM síma, lesa dagblaðið, borða morgunmatinn, kemba sér og mála, prjóna, ala upp börnin, ala upp aðstoðarbílstjórann, sinna gæludýrunum og fleira sem ég hef séð fólk gera undir stýri á bíl.
Það að mála bifhjólamenn sem einhver samtök óaldaseggja og varhugaverðra einstaklinga jafnast því á við að útfrá því sem ég sagði um ökumenn bifreiða að ég málaði alla ökumenn bifreiða sem síbrotamenn, brjálæðinga og sjálfhverfa sem ekki ættu heima í umferðinni.
Slík fullyrðing, eins og þín, væri ekkert annað en fáránleg. Ég frábið mér algerlega að láta draga mig í dilk á þennan hátt. Ég þekki fullt af hjólafólki sem kýs fátt annað en að geta hjólað í friði, notið ferðarinnar á öruggan og þægilegan hátt, án þess að brjóta lög eða valda öðrum óþægindum í umferðinni, ég þar meðtalinn.
Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að þú viljir hið sama á þinni ferð um þjóðvegi landsins, en bendi jafnframt á að mín reynsla á ríflega 20 ára ökuferli er að maður fær til baka það viðmót sem maður sýnir öðrum.
Góðar stundir og góða ferð í umferðinni.
tóti (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:34
kæri haukur!
það er mikið og margt satt sem þú segir EN á 35 ára akstursreynslu þinni má bæta að hjól á 70km er eins og það sé á 170km vegna þyngdar og stærðar, hinns vegar er bíll á 70km er á 70 km þannig er nú það. þetta er mjög simbilt dæmi. ég þekki til beggja aðila það er öku manna á bílum, sportbílum og öðrum vinnu tækjum sem og hjóla mönnum yfir höfuð, allt eru þetta prúðir ökumenn og eru ekki að æsa sig um megn og þér að segja var ég vitni að því að 5 "hjóla"menn gerðu borgaralega handtöku á sportbíla saur eða skíthæl á sæbraut um daginn ekki sérðu aðra bílstjóra gera það eða hvað
Gisli (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:42
Eru það skrif og skoðanir á borð við þessar sem síðueigandi telur vænleg til að "bæta íslenskt samfélag" eins og segir í haus?
Gunnar Th (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:45
Ég verð víst að draga úr fullyrðingu minni með að bifhjólamenn aki aldrei á löglegum hraða úti á þjóðvegi. Það gerist jú áður en þeir komast yfir hann!
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 19:46
Kæri Gísli, ef maður ætti að framkvæma "borgaralega" handtöku á öllum þeim ökuníðingum sem maður verður var við kæmist maður aldrei í vinnuna!
Ég dreg engar línur á milli ökuníðinga hvort sem þeir eru á bílum eða bifhjólum.
Tilgangur þessara hryssingsskrifa ættu að vera öllum ljós.
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 19:50
Já... Hmm..
Ég hef komist að því eftir áralangar rannsóknir að ALLIR sem heita Haukur séu óvandaðir kreddukallar með yfirgengilega heimskulegar skoðanir.
Eða hvað?
Neiii... Ég geng ekki svo langt að halda þessu fram.
Ég ímynda mér bara að þú hafir aldrei mátt eða getað átt mótórhjól og ert bitur út í okkur hin sem getum. Kannski ættu Sniglarnir að stofna söfnunarreikning fyrir þig? Bara hugmynd...
Maður hefur orðið fyrir morðtilraunum í umferðinni, fyrir það eitt að vera á mótorhjóli vegna fólks með sömu skoðanir og þú.
Ég legg þig á minnið og forða mér, á löglegum hraða, frá þér.
Logi - #1896 (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:54
Gunnar, ég svara þér: Já, þetta fær a.m.k. þig til að hugsa um þetta á þessari sorgarstundu!
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 19:55
æi en hvað það væri nú gott að komast aftur á upphaf síðustu aldar og leika sér að matnum það er að vera á hestbaki frekar en að agnúast útí umferðina og ökumenn eða er það ekki?? samt finnst mér alltaf leiðinlegt að komast ekkert áfram í umferðinni fyrir fólki sem eru með stæla við mann hvort sem ég og aðrir séu gangandi eða á farartækjum! mitt loka orð er " sýnum öllum tillit semog prúðmensku í umferðinni hverjir sem þið eruð"
Gísli (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:22
Maður kastar víst ekki aur öðruvísi en að skíta sig út sér lúkurnar. Þessi skrif eru líkast til sönnun þess..... en menn gefa sér auðvitað ekki vitið, svo mikið er víst. Svona skrif á opnum miðli sem þessum opinberar fyrst og fremst höfundinn. Ég verð að segja að feginn er ég að hann er ekki alvöru dómari. Miðað við þessa aðferðafræði myndi hann líklega senda allt bæjarfélagið bak við lás og slá ef einn bæjarbúi bryti af sér.
Það bifhjólafólk sem ég þekki er síst verri ökumenn en aðrir, það finnast samt ökuníðingar í þeirra hópi líkt og þeirra sem aka bílum. Ég geri ráð fyrir að þessi hópkeyrsla Sniglanna sé fyrst og fremst til að sýna níðingunum að þeirra háttur er ekki samþykktur í hópi bifhjólamanna.
Mkv Erling
Erling (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:20
Ef þú átt að baki 35 ára ökuferil og hefur ekki enn séð bifhjólamann aka á löglegum hraða (þá meina ég meira en bara til að komast upp fyrir hámarkshraða) þá hefur þú ekki verið mikið á ferðinni. Ég á nú bara 22 ár að baki sem ökumaður, fyrst á léttu bifhjóli og svo á bíl. Ég lenti í því oftar en einu sinni að ekið var í veg fyrir mig og var ég þó með kveikt ljósin þrátt fyrir að það hafi ekki komið í lög fyrr en nokkrum árum síðar. Einu sinni var ekið í veg fyrir mig og ég féll í götuna. Ökumaður bílsins ók bara í burtu án þess að athuga hvort það væri í lagi með mig, horfði bara á mig detta. Ég hef ekki verið á mótorhjóli síðan ég var á skellinöðrunum en ég passa mig að horfa vel í kringum mig því ég veit að það er erfiðara að sjá litla bíla og mótorhjól heldur en stærri bíla. Ég vona að þú sért ekki svo blindur að þú sjáir ekki að stærstan hluta árekstra bifreiðar og bifhjóls megi rekja til þess að bifreiðin braut á rétti bifhjólsins. Þetta eru tölur sem maður hefur séð frá opinberum aðilum.
Óðinn (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:46
Haukur þú ferð nú aðeins yfir strikið með þessari fullyrðingu að allir bifhjólamenn séu ökuníðingar. Síðast í fyrradag var ég samferða 3 hjólum og við keyrðum allir á 90 - 95 km hraða frá hvalfjarðargatnamótum ofan gangna og til Reykjavíkur. En reyndar er annað tilfelli sem ég varð vitni að fyrir tveimur 2 vikum eða svo. Þá fór hjól fram úr mínum bíl og þvílíkan hraða hef ég aldrei á æfi minni séð. Ég er handviss um að hjólið hefur verið á vel yfir 200 km hraða, sennilega nær 250. Ég var að hugsa um að hringja á lögregluna en þeir hefðu aldrei náð að komast á móti honum því hann hefði verið kominn heim og háttaður þegar þeir hefðu verið klárir í bílana.
Gísli Sigurðsson, 17.7.2007 kl. 21:54
Erling er frjálst að hafa skoðun á viti mínu. Ég get hins vegar glatt hann með því að ég dæmi ekki einn fyrir alla sbr. orð hans.
Ég stend enn við fyrri orð: Ég hef sjálfur aldrei séð bifhjólamann á þjóðvegi á löglegum hraða. Sú upplifun á vonandi eftir að koma.
Mér finnst samt að við séum öll sammála um að alvarlegum slysum á bifhjólafólki megi fækka. Þar sem ég er ekki í þessum hópi er ég ekki með patent lausn, en sameiginlegur lúsalegur akstur í kynningarskyni hefur ekkert virkað hingað til. Þetta gera bifhjólakallar og konur í hvert skipti sem dauðaslys verður... án sýnilegs árangurs, en virðingarvottur við hinn látna og aðstandendur sem á þá að vera ódulinn tilgangur hópakstursins.
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 21:54
Ég skrökvaði í síðustu færslu, ég hef patentlausn á dæminu, bæði fyrir hjól og bíla. Tölva sem les umferðarskilti um hámarkshraða og heftir ökutækið í samræmi við það. Tæknilega létt úrlausnarefni... sem enginn vill!
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 22:02
Ég ætla ekki að leggja margt til hér en Haukur hefur fullan rétt á að viðra skoðanir sínar þó að ekki hafi hann mikið vit á því sem fréttin var um. Flestir kannast við fólk sem er eins og gapuxar ef eitthvað er ekki eins og það vill hafa það.
Var ekki verið að drepa hund fyrir norðan um daginn?
Yngvi Högnason, 17.7.2007 kl. 22:06
Yngvi, hvaða vit skortir mig um fréttina? Það eina sem ég vil ekki hafa í þessu máli eru dauðsföll bifhjólamanna! Ef þér finnst ég haga mér eins og "gapuxi" um það þá sætti ég mig fullkomlega við það orðaval þitt og álit. Þessi bloggsíða mín hefur þann tilgang að leyfa mér að "gapuxast" um það sem mér sýnist og einnig að leyfa þér að hafa álit á því!
Meint "morð" hundsins fyrir norðan er hins vegar að verða dularfullt mál og allt annar kapítuli.
Haukur Nikulásson, 17.7.2007 kl. 22:22
Auðvitað sættir sig enginn við dauðsföll. Gapuxinn er samheiti yfir þá sem opna sig um hin og þessi mál án þekkingar, sbr. Lúkasarspjallið. Varðandi hópkeyrslu Snigla á morgun þá mætir þar fullt af mótorhjólafólki sem ekki er í Sniglunum. Það eru ekki allir mótorhjólamenn þar á skrá en mæta samt þegar boðað er til hópkeyrslu. Og enn og aftur, það er lítill hluti hjólamanna sem stundar þennan ofsaakstur, reyndar bara þeir sem eru lamaðir fyrir ofan háls.
Yngvi Högnason, 17.7.2007 kl. 22:34
Ég hnaut um fullyrðingu þína um að þú hefðir aldrei á þínum 35 ára ökumannsferli, séð bifhjól á löglegum hraða. Þú setur þig með þessari fullyrðingu í, því miður, allt of stóran hóp ökumanna sem ferðast um í bílum sínum án þess að veita umferðinni hina minnstu athygli. Það er eins líklegt að þú sért ökumaðurinn sem svínaðir á mig á biðskyldu um daginn eða skiptir um akrein þannig að ég varð að nauðhemla á í fyrradag til að vera ekki sendur upp á næstu umferðareyju. Ég var á löglegum hraða í bæði skiptin... Þetta er sá veruleiki sem við bifhjólamenn þurfa að búa við og það er ekki mönnum eins og þér að þakka að maður kemst heill heim, heldur því að maður er búinn að læra það fyrir löngu, að til að komast af í umferðinni þíðir ekki að aka eins og fífl. Maður ekur eins og allir aðrir séu fífl. Ég ætla að nefna þér eitt dæmi um hvernig við mótorhjólamenn verðum að hegða okkur í umferðinni:
Ef þú sérð að mótorhjól fer á milli bílaraðanna á ljósum og hverfur síðan áður en bílarnir hreyfast, þá er það mjög líklega vegna þess að ökumaður hjólsins er að forða sér frá bílunum til að hafa auða götuna fyrir framan sig. Það er nefnilega aldrei að vita hvað getur rúllað undan bílnum á undan þér. Stórgrýti, brotin brunnlok eða jólatré eru allt hlutir sem ég hef þurft að forðast á hjólinu.
Það er kannski bjartsýni í mér að halda að þú takir góðum ráðum þegar þú færð þau, en það væri gáfulegra fyrir þig að mæta í keyrsluna hjá Sniglunum á morgun og kynna þér hvað við erum að gera, frekar en að ausa úr brunni fordóma þinna og vanþekkingar.
Ólafur Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 22:38
eftir 18 ár undir stýri, bæði á mótorhjólum, bílum, stórum ökutækjum (rútum, vörubílum oþh.) þá man ég ekki eftir að hafa séð fólksbíl á löglegum hraða í Ártúnsbrekkunni, nema í undantekningatilvikum, og þá eru það venjulega eldri borgarar sem eru undir stýri.
að dæma alla ökumenn mótorhjóla sem lögbrjóta og ökuníðinga segir ekkert um hjólamennina, hinsvegar segir það helling um þröngsýni, ranghugsun og stereotýpu hátt þess sem heldur þvílíkri þvælu fram.
vespur og scooterar eru mjög vinsæl farartæki í borginni, og skipta þau hundruðum, það sem flest þeirra eiga sameiginlegt er að hámarkshraði þessarra hjóla er 45-55km þannig að þau þurfa að vera í íbúðargötum til að eiga möguleika á að keyra á ólöglegum hraða.
þessi hjól nema um 30-40% af öllum bifhjólum í borginni í dag, svo eru hópar bifhjólamanna sem eru td. eldri menn, 50+ sem keyra alltaf löglega, og jafnvel frekar hægt miðaða við umferð, og svo eru auðvitað Dúllararnir, en þeir eru mótorhjólaklúbbur sem keyrir hægt....
mótorhjól eru mjög góður farkostur innanbæjar, þau eyða minna en bílar, menga minna, taka minna pláss, og eru einfaldlega miklu betri farartæki en bílar innanbæjar.
fyrir utan það að það sést aldrei ökumaður á bifhjóli á miklubrautinni á 80km hraða borðandi hamborgara og talandi í símann, og jafnvel með fréttablaðið á stýrinu.....
meirihluti þeirra bíla sem eru í umferðinni milli 07:30 og 09:00 hafa aðeins bílstjóra, sennilega yfir 80% bíla á þessum tíma hafa bara bílstjóra. meðal eyðsla þessarra bíla er um 10L, og það eru sennilega um 70.000 bílar í umferðinni í borginni á þessum tíma.
meðal vegalengd ca 10km, það gera 70.000L af bensíni sem brenna á hverjum morni til að koma ökumanni á leiðarenda.
ef allir væru á mótorhjóli þá væri verið að brenna 20-30.000L af bensíni í staðin, og Það þarf 4-6 mótorhjól til að taka upp sama pláss og meðal fólksbíll, þannig að umferðateppurnar sem bílarnir mynda myndu sennilega hverfa....
Daníel Sigurðsson, 17.7.2007 kl. 22:42
No. 11. Varstu á svörtu Harley hjóli? Ég svínaði á nokkrum slíkum bara í gær við öll tækifæri. (Get real!)
Bifhjól eiga engan rétt að vera "á milli bílaraða" eins og þú lýsir. Þau eiga að fylgja sömu röð og önnur ökutæki í borgarumferðinni. Röksemdir þínar um uppspýtt brotin brunnlok, jólatré og stórgrýti á malbikinu eru harla (ekki Harley) langsótt ekki satt? Mér finnst þú ganga langt í að gefa mér ráð með þessum rökum. Brunnur minn er ágætlega fylltur og mér finnst við ekki laga málin með því að gera hver öðrum upp óþarfa vanþekkingu og fordóma við þessar umræður.
Daníel, ég er ekki með í einhverju "móti bifhjólum" eða "með bílum" orðaskaki. Þetta snýst ekkert um það. Þessi farartæki eiga öll rétt á sér. Ég hefði þá sagt það bara beint út að það ætti að banna bifhjólin eins og tóbakið. Fólk á ennþá vissan rétt á því að velja dauðdagann sinn!
Og það er rétt hjá þér, ég man varla eftir að hafa séð bíl á löglegum hraða upp Ártúnsbrekku, ég er iðulega fyrir þarna af þeirri einföldu ástæðu að vera orðinn of gamall/nískur/fátækur fyrir hraðasektir. Það er eins og enginn hérna vilji taka eftir því að ég er að tala um mína eigin upplifun á hraðaakstri bifhjólamanna á þjóðvegunum. Um borgaraksturinn er alltof erfitt að dæma. Dauðaslys bifhjólamanna eru oftar á þjóðvegunum en ekki í borginni í seinni tíð.
Haukur Nikulásson, 18.7.2007 kl. 00:06
Danni, no 11, betra að vera á undan til litslausu fólki en enda sem road kill, en við getum öll verið sammála um að það vantar brautir fyrir akstursíþróttafólk hvort sem er á 4. 3 eða 2. hjólum þannig mætti minka slysa hættu um einhver %. já veistu no 11, ég skelli mér í mosó fæ mér 1 eða 2 kjúlla með þeim sem eru prúðir í umferðinni ( þó ég hjóla ekki sjálfur en hef prófað) og tek svo á móti mínum vinum með gos í hönd því það tekur á að vera í góðum hóp
Gísli (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:12
Yngvi, mér býður í grun að þú teljir ekki "ofsaakstur" að vera eitthvað fyrir ofan hámarkshraða? Þegar ég tala um hraðaakstur er það allt sem er fyrir ofan löglegan hámarkshraða. Ef ofsaakstur er eitthvað sem þið bækerarnir kallið hraða fyrir ofan 150-170 þá er get ég alveg trúað því að "fáir, lamaðir fyrir ofan háls" séu í þeirri deildinni. Ef við erum að ræða mismunandi hluti hér væri ágætt að fá það fram.
Haukur Nikulásson, 18.7.2007 kl. 00:16
Ég óska Sniglum og öðru bifhjólafólki ánægjulegrar samkomu í sveitinni á morgun. Ekki keyra samt svo hægt að jafnvægið sé í hættu!
Haukur Nikulásson, 18.7.2007 kl. 00:20
Sjaldan valda 20 er 20.000 deila...
Sigurjón, 18.7.2007 kl. 22:29