Einkavæðing orkugeirans fer fram um bakdyrnar

Ég er eiginlega undrandi á því hvað fólk lætur sér fátt um finnast  þegar verið er að stela auðlindum landsins með því að einkavæða orkufyrirtæki landsins.

Bráðnauðsynlegir þættir í sameiginlegri tilveru okkar eins og vatn, rafmagn og hiti eiga að vera undir opinberri stjórn. Heilbrigðis-, félags- og menntamál á heldur ekki að fela fólki sem bara hefur gróðasjónarmið í huga. Við verðum að geta dregið línur í því hversu mikla léttúð við sýnum grunnþörfum samfélagsins.

Mér finnst full þörf á því að kjósendur láti þingmenn sína vita af því að það sé ekki þjóðarhagur að einkavæða svona grunnþarfir.

Það eru engar líkur á að samkeppni í orkugeiranum geti orðið þannig að almenningur hafi hag af einkavæðingu þarna. Við erum smám saman að verða fórnarlömb einkavæðingar á öllum sviðum, því að sumar greinar hreinlega okra stórkostlega á landsmönnum í nafni samkeppninnar.

Það má ekki skilja mig svo að ég sé á móti því að einkavæða sumt af því sem ríkið hefur rekið. Hins vegar verður að standa vörð um grunnþjónustu og mannréttindi því annars verður þú einn daginn rukkaður um loftið sem þú andar að þér... skv. mæli frá Geysir Green Energy eða öðru ámóta fyrirtæki sem á þá loftréttinn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

þarft innlegg, einkavæðing heitir það þegar ríkið selur frá sér fyrirtæki  ... einkavæðing er líka úlfur í sauðagæru. Gott dæmi um slíkt eru uppkaup auðmanna á jörðum út um allt land. Ekki keyptar nema að hluta til af ríkinu en lýtur svipuðum lögmálum og önnur einkavæðing á eignum ríkisins. Annar í léni kallaði vinur minn það sem við blasir. Nokkrir jarðarsafnarar verða innan tíðað eigendur stærst hluta lands og ef mið er tekið af fyrri úthlutunum íslenskra stjórnvalda á þjóðareignum til fárra útvaldra þá styttist í að við kaupum land,vatn og loft af hinum nýju lénsherrum. 

Pálmi Gunnarsson, 13.7.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér er slétt sama um, hverjir eiga túrbínurnar sem framleiða rafmagnið ef það er undir atugulu auga hvað varðar verð á því til neytenda.

HITT ER ALGERLEGA GRUNNSKILYRÐI, AÐ ORKULINDIRNAR, JÁ OG ALLAR AUÐLINDIR ÞJÓÐARINNAR SÉ UNDIR FULLVELDISRÉTTI OKKAR.

Miðbæjaríhaldið

Bloggaði um ásælni Geysis Green í Norðurorku nú í dag. (Sjá innlegg á Stjónmál)

Bjarni Kjartansson, 13.7.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg vil mynna á einn þá sem ekki á ti að einkavæða það voru lifin okkar þar er sko ekki um samkeppni að ræða,heldur okur á okur ofan/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.7.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þjóðin er náttúrulega  vel heilaþvegin miðað við viðbrögð við öllu sem hefur áhrif á líf hennar. Þau eru oftast engin. Þegar fyrirtæki kaupa önnur fyrirtæki gera þau það með væntanlegum hagnaði af fyrirtækinu sem keypt er. Og smáhækkun um 1% til fjöldans fer ekki hátt en gerir mikið þegar á heildina er litið. Þeir geta notað það sama og Alfreð þegar sumarið var svo heitt að fólk kynti minna. Þá hækkaði hann taxtann enda þurfti að borga minnisvarðann hans sem fór nokkra milljarða fram úr kostnaðaráætlunum. Hvað ætli bakreikningur Impreglio verði hár eða Reyðaráls fyrir vanefndir á raforku?

Nú er búið að gefa fiskinn í sjónum, bankanir seldir á útsölu, vatnið þe. vatnsréttindin eru á góðri leið með að verða einkaeign. Áform um einkaframkvæmdir á þjóðvegum. Og ófyrirleytnasta fyrirtæki heimsins orðin íslenskur ríkisborgari. Getur þetta verið betra?

Hærri hita- og rafmagnsreikningar framundan!

Ævar Rafn Kjartansson, 15.7.2007 kl. 23:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband