Margar hliðar á þessu máli

Eignaumsýslan á varnarliðseignunum hefur einkennst af vanrækslu, hugsunarleysi og klaufaskap.

Ég á t.d. enn eftir að sjá hver reikningurinn var fyrir allar pípulagnirnar sem frostsprungu og innéttingaskemmdirnar þegar Valgerður Sverrisdóttir týmdi ekki að halda hita á stórum hluta húsnæðisins á síðasta ári. Sá reikningur er áreiðanlega um milljarður króna. Þetta á að þagga til helvítis, trúlega vegna þess að íhaldið var samsekt í málinu.

Raflagnir á Varnarsvæðinu eru gerðar fyrir 110 volta spennu (við erum með 220 volta spennu). Aðalhættan við að nota þessar raflagnir er vanþekking á muninum og ekki víst að yfirvöld á svæðinu upplýsi fólk um hann þannig að íbúarnir skilji hann. Það hjálpar að klærnar eru öðruvísi, en ég er ekki viss um að reglugerðir í Ameríku séu jafn strangar með notkun lekaliða eins og gerðar eru kröfur um í íslenskum rafkerfum.

Ég get skilið að menn vilji hefja nýtingu eignanna, en þá verður notendahópurinn að vera vel upplýstur um að þarna er ákveðin hætta sem þarf að vera betur meðvituð en annars staðar. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir því að upplýsa fólk sem þarna dvelur að það getur ekki notað eigin raftæki án þess að huga vel að spennumun og öryggisþáttum. Einfalda reglan er sú að stinga engu í samband þarna án þess að fullvissa sig áður um að það sé í lagi.

Ég get svo sem vel ímyndað mér að ekki fáist rafverktakar á þessum þenslutímum í byggingariðnaði og það verði að leysa málið með einhverjum hætti. Rafiðnaðarsambandið getur hins vegar ekki leyft sér að slaka á öryggiskröfum og á ekki að gera það. Það verður því að gera þessa undantekningu með mótmæli þeirra á bakinu og reyna að koma í veg fyrir að slys verði með bættri upplýsingagjöf. 


mbl.is Spilað með öryggi 350 ungra fjölskyldna segir formaður Rafiðnarsambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar herinn var hérna þá hafði hann sitt eigið eftirlitskerfi með öllu þar á meðal rafmagnsöryggi.
Næstu 3 árin þá verður augljóslega ekkert eftirlit með rafmagnsöryggismálum á vallarsvæðinu því þar verða engar reglur í gildi samkvæmt þessu bráðabirgðalögum

Grímur Kjartansson, 7.7.2007 kl. 16:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband