Tími kominn til að hætta afkáralegum nafnaþýðingum kóngafólks

Mér finnst alltaf jafn afkáralegt að sumir fjölmiðlar skuli ennþá þýða nöfn erlends kóngafólks. Þar sem Charles er Karl, Philip er Filipus, William er Vilhjálmur og svo framvegis.

Ef ég væri kóngurinn á Íslandi væri mér enginn sérstakur sómi sýndur í Englandi að þeir þýddu nafn mitt og kölluðu mig King Hawk svo dæmi sé tekið.

Má ekki alveg að skaðlausu slá þessa vitleysu af svo við séu með það á hreinu þegar við lesum erlend blöð, eða horfum á erlent sjónvarp, hver prince Charles sé eiginlega? Mér er líka skapi næst að við hættum þýðingum á nöfnum erlendra borga sem ekki eru almennt notuð í máli fólks. T.d. talar engin lengur um Lundúni (London) og Dyflinni (Dublin). Hins vegar notum við, merkilegt nokk, Kaupmannahöfn (København), Stokkhólm (Stockholm) og merkilegast af öllu: Osló (Oslo).

Hvers vegna er fjölmiðlum svona illa við að nota sama mál og almenningur? Er þetta nokkuð annað en forræðishyggja?


mbl.is Vilhjálmur sagður hafa beðið Kate um annað tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Mér finnst alveg svakalegt hvað fjölmiðlar eru slefandi á eftir þessum ógeðslegu afætum á þjóðfélögum Evrópu, sem kallast kóngafólk. Frakkar voru með réttu hugmyndina á sínum tíma. Álíka gagnslaust lið og Paris Hilton.

Sammála þessu með þýðingarnar, bæði á persónum og borgum.

King King Spear, signing out.

Ingi Geir Hreinsson, 6.7.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Húsfreyja

Ég er sammála þér með nöfnin á fólki en ekki borgum. Það er eitthvað sjarmerandi við borgirnar og mjög fast í sessi. Hins vegar eru mannanöfnin öðruvísi. Ég er þeirrar skoðunnar að nöfnin eigi að vera eins og fólk er nefnt / skírt. Ekki breytum við nöfnum á frönsku fólki eða rússnesku. Hins vegar er nöfnum á dönsku, ensku, sænsku o.fl. fólki breytt... það er bara vanvirðing.

Húsfreyja, 7.7.2007 kl. 01:00

3 Smámynd: Svartinaggur

Ég er sammála því að þetta er fíflagangur að þýða þessi erlendu mannanöfn. Fáránlegast finnst mér þegar þýðingar eru hreint og beint rangar, eins og þegar t.d. Henry VIII er nefndur Hinrik í mannkynssögubókum á íslensku. Hvernig ber þá að þýða nafnið Hendrick? Húsfreyjunni er bent á að Nikulási Rússakeisara var ekki hlíft við að vera þýddur.

Þegar Haukur talar um borgirnar, þá er það kannski aðeins öðruvísi þar sem ég tel það hliðstætt og að þýða landanöfn. Okkur dytti aldrei í hug að tala um Norge og Sverige í daglegu tali okkar á milli. Hefðin er orðin nokkuð rík hjá okkur að þýða sum borga- og landanöfn, en önnur ekki.

Í sambandi við tungutak fjölmiðla annars vegar og almennings hins vegar, þá var ég aðeins búinn að tuða um það á minni bloggsíðu, en það er reyndar aðeins annars eðlis en það sem málshefjandi hér er að tala um.

Svartinaggur, 7.7.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Sigurjón

Ég væri þá King Victory-John.  Ekki amalegt það...

Sigurjón, 8.7.2007 kl. 20:26

5 Smámynd: Hjalti Árnason

Ég hef allavega gert mitt..... 

http://www.visir.is/article/20070531/FRETTIR02/70531018

Hjalti Árnason, 12.7.2007 kl. 20:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband