Er raunveruleg ástæða fyrir ferðinni? Eða er þetta bara sumarfrí?

Mér finnst einhvern veginn eins og Samfylkingin, sem ég kaus að þessu sinni, sé búin að týna sér í valdastólunum og hafi tekist að gleyma öllum stórum kosningamálunum á ótrúlega stuttum tíma.

Nú er talað þvert á öll ummæli um stóriðju- og virkjunarmálin fyrir kosningarnar. Nú koma þau ríkisstjórninni bara ekkert lengur við. Íraksstríðið er harmað og ekkert gerist í þeirri deildinni. Sullað með fjármuni ríkisins í varnamálaútgjaldavitleysu sem mun líklega ekki eiga nein takmörk. Utanríkismálin teigð til Afríku með her manna þegar símtöl og netsamband dugir. Taka á upp stjórnmálasambönd út um allt bara til að koma gæðingunum fyrir í sendiherrastörfum og búa til tilefni til ferðalaga með fjölda fólks.

Þetta ætlar að verða hobbý nýja stjórnaraðalsins. Sumt fólk í opinberri þjónustu er búið að vera svo lengi við störf þar að fjármunir ríkisins eru því bara eins og hver annar ótæmandi uppspretta sem hægt er að sólunda að vild.

Hvar er ráðdeildin núna Ingibjörg Sólrún?


mbl.is Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband