Óþverrinn í Írak er orðinn það sem kallast má stöðugt ástand

Ég á greinilega erfitt með mig þegar þetta ólánsstríð á í hlut. Stríðið sem hófst að undirlagi George W. Bush til að ná völdum yfir olíuauði Íraka undir því yfirskyni að hindra þyrfti Íraka í framleiðslu gjöreyðingarvopna, sem fundust aldrei, og að losna við harðstjórn Saddams Hussein.

Staðreyndirnar eru nú þær að búið er að skipta niður olíuframleiðslunni og henni stolið skipulega og hörmungar Íröksku þjóðarinnar eru margfalt meiri nú en nokkurn tíma undir stjórn Saddams.

Tölur um mannfall í stríðinu og hryðjuverkunum tala sínu máli. Samt taka fæstir eftir þessu lengur vegna þess að þessi óþverri er löngu orðinn að viðvarandi eðlilegu ástandi og fólk orðið vant þessum hörmungum og tekur það ekki inn á sig lengur, alveg dofið.

Við verðum að gera áframhaldandi kröfu um að íslensk stjórnvöld beiti sér í þessu máli á alþjóðavettvangi og mótmæli áframhaldandi stuðningi við aðgerðir bandaríkjamanna sem eru í þessu máli hið illa stórveldi sem einskis svífst.
mbl.is Nærri tvö hundruð látnir í ofbeldisverkum í Írak í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

sammála

María Kristjánsdóttir, 8.6.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þeir hundruðir milljarða sem hafa runnið til "uppbyggingar" Íraks hafa farið til seppa Bandaríkjanna og fyrirtækja sem varaforseti og utanríkisráðherra USA fyrrverandi hafa verið í stjórn í, án útboðs. Gondólísa á sér nöfnu sem er stórt olíuflutningaskip hjá fyrirtæki sem hún vann áður hjá. Búsh kallinn sjálfur er búinn að setja eitt eða tvö olíufyrirtæki í Texas sem hann stjórnaði í samvinnu við Bin Laden ættina á hausinn. Eftir 9/11 var fyrsta verk ríkisstjórnar hans að koma um 200 meðlimum þeirrar ættar í öruggt skjól út úr USA. Talibanar þrátt fyrir viðbjóðslega ógnarstjórn héldu allri ópíumframleiðslu niðri í Afganistan. Núna er sú framleiðsla meiri en nokkru sinni fyrr. Milljarðar hverfa af uppbyggingarfé í Írak og helstu deilur þarlendra við bandaríkjamenn snúast um prósentur  bandarískra fyrirtækja af auðnum. Þetta og væntanleg innrás í Íran verður sennilega upphafið af 3. heimstyrjöldinni.  En þetta er eins og með ástandið í Palestínu. Fólk dofnar yfir fréttunum og lætur eins og þetta komi sér ekki við. Ég hvet alla til að lesa bókina Leiðin til Guantanamo. Eða kíkja á þennan link. http://web.amnesty.org/pages/guantanamobay-index-eng

Ævar Rafn Kjartansson, 9.6.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Þetta með að steypa Saddam Hussein var ekki gefið upp sem ástæða fyrir innrásinni.  Eini yfirlýsti tilgangurinn með innrásinni var að uppræta stórhættulegt gereyðingavopnabúr sem sagt var ógna allri heimsbyggðinni.

  Eftir að uppvíst varð um allar lygarnar og blekkingarnar varðandi meint gereyðingavopnabúr hafa menn gripið til þess ráðs að réttlæta innrásina með því að harðstjóra var steypt.  Það er svona eftirá skýring.

  Að vísu var haldið að bandarískum almenningi áróðri um að Saddam Hussein hafi staðið á bak við 9/11 hryðjuverkin.  Brúskur og félagar höfðu vit á að reyna ekki að halda fram þeirri fyrru utan Bandóðuríkjanna.   

Jens Guð, 9.6.2007 kl. 20:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband