Nákvæmlega ástæðan fyrir því að kjósa Samfó með hálfum huga

Ég fæ það greinilega strax í bakið að kjósa Samfylkinguna vitandi um þá tilhneigingu Sollu til að þröngva kynjajafnréttinu alls staðar óháð hæfileikunum til starfans. Hún virðist ekki skilja að með sömu rökum eigi að velja svartan, múslima eða bara útlending í ráðherrastöðu.

Það er með öllu óþolandi að frambjóðendur sem kjósendur hafa kosið fremst í röðina skuli þurfa að hlýta þessu kynjakjaftæði. Samt eru konurnar jafnmargar sem kjósendur, gleymið því ekki að þær kjósa þetta líka. Stjórnunarhæfileikar hafa nefnilega ekkert með kynferði að gera heldur hæfni einstaklingsins burtséð frá kynferðinu.

Staðreyndin er bara sú að konur gefa sig minna að stjórnmálum og eiga því ekki meiri rétt til vegtyllna nema í samræmi við það. Það fer að koma tími á að veruleikinn verði endurbyrtur fólki.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Svona Svona Svona .....þú þarft ekkert að vera sár yfir að hafa kosið okkur.  Skoðaðu sögu flokksins og málefnin sem við stöndum fyrir.  Okkar arfleifð liggur m.a.  í jafnréttismálum.  Það er rétt að það á ekki að hampa konum óverðskuldað en það verður að tryggja það að þær fái jöfn tækifæri til jafns við Karla.  Við þurfum að hvetja konur áfram og þá er mikilvægt að þær hafi sterkar fyrirmyndir.  Kvenráðherrar munu verða öðrum konum hvatning til að taka frekar þátt í stjórnmálum en ella. 

Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um vinnu hjá hinu opinbera skal ráða þann af því kyni sem minna er fyrir í stofnuninni.  Það er ekkert heilagt lögmál að goggunarröðin sé endilega sú að oddvitanir verði ráðherrar.  Kannski er þessi goggunarröð arfleifð frá gömlu kjördæmaskipaninni þar sem það skipti verulegu máli að vera eins ofarlega á lista og hægt var til að eiga öruggt þingsæti.  Þá voru gjarnan einn og tveir þingmenn að fara inn fyrir hvern flokk (svona af þeim meðalstóru).  Gleymum svo því ekki að karlmenn eru fleiri sem taka þátt í prófkjörum ...

Kannski mun sá tími koma að konur verða fleiri sem leiða lista .... og komi sú staða upp við ríkisstjórnarmyndum þætti mér ekkert að því að það yrði gengið fram hjá einhverri konunni og karl gerður að ráðherra til að jafna kynjahlutfall í ríkisstjórn!

Ég sé ekkert að því, þegar við eigum helling af hæfu fólki að velja bara úr liðinu jafnmarka karla og konur og málið dautt!  -

Ég hef meiri áhuga á því að sjá hvort sjónarmið okkar jafnaðarmanna fái að njóta sín í nýrri ríkisstjórn en akkúrat þessu atriði !!!  

Guðríður Arnardóttir, 22.5.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Soldið fyndin setning: "vitandi um þá tilhneigingu Sollu til að þröngva kynjajafnréttinu alls staðar". Notar kynjajafnrétti eins og það sé skammaryrði Túlkað eftir setningarinnar hljóðan mætti halda að þú værir að segja að þú vildir að kynjamisréttinu væri þröngvað út um allt...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.5.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Þarfagreinir

Já, mér þykir þetta nú fullgróft hjá þér, Haukur. Í þingflokki Samfylkingarinnar er nóg af öflugum konum sem er vel treystandi til að sitja í ráðherrastóli. Því þarf ekkert endilega neina þvingun til að 'troða' þeim í þá stóla.

Þarfagreinir, 22.5.2007 kl. 14:02

4 Smámynd: Egill Óskarsson

"Staðreyndin er bara sú að konur gefa sig minna að stjórnmálum og eiga því ekki meiri rétt til vegtyllna nema í samræmi við það."

Nú, ég hélt að þú vildir að hæfi fólks til að sinna því verki sem um ræðir ætti að vera það eina sem skipti máli. Þetta kemur út eins og þú viljir að fleiri karlar eigi að eiga forgang af því að þeir eru fleiri.  

Egill Óskarsson, 22.5.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þið eruð hvorugar að átta ykkur á aðalatriðinu. Ég vil hæfustu einstaklingana, ekkert síður þótt þær séu konur. Á meðan konur eru ekki jafn duglegar að sinna þessu sjálfar eiga þær ekki réttinn í mínum huga á að fá hlutina upp í hendur með forgjöf eins og Solla sér þetta, svo einfalt er það.

Svarið þessu: Af hverju kjósa konur frekar karla í efstu sætin en kynsystur sínar? Konur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, fleiri en karlarnir.

Haukur Nikulásson, 22.5.2007 kl. 14:06

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Egill, þú póstaðir um leið og ég.

Nei, ekki misskilja mig. Það er bara þannig að með auknum fjölda karla eru líkurnar meiri á að þeir verði fleiri sem ná árangri heldur en konur. Ég greinilega endurtek ekki nógu oft að ég tel konur og karla jafnhæfa á flestum sviðum. Það er bara svo að konur gefa sig ekki að pólitík í sama mæli. Sumir halda því fram að ef boðað er til stjórnmálafundar sé hlutfallið 75% karlar og 25% konur.

Ég er einn þeirra sem tel orsökina af óviðráðandi líffræðilegum orsökum sem femínistar geta alls ekki fellt sig við en koma bara aldrei með neinar aðrar skýringar. Karlar eru almennt frekari vegna þessa líffræðilega munar  og konurnar þurfa fyrst að breyta þessu áður en þær ná að jafna stöðuna 100%. 

Haukur Nikulásson, 22.5.2007 kl. 14:11

7 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Sammála. Það á að velja hæfustu einstaklingana eftir því hvað þeir eru með milli eyrna, ekki milli fóta. Þvingað jafnrétti gerir engum gott.

Björn Kr. Bragason, 22.5.2007 kl. 17:03

8 identicon

Fáranlegt að menn skulu vera að amast yfir því að ráðherrar séu tippalausir. Við viljum hafa frjóan hugsunarhátt og fjölbreyttar skoðanir í okkar ástkæru ríkisstjórn. Að hafa orð á því að konur gegni ráðherraembætti úr út í hött. Þingmenn eiga ekki einkarétt á ráðherrastólum. í svo valdamikið embætti á að velja fólk hvar sem er úr samfélaginu.

Vestfirðingar eiga þrjá ráðherra með tippi. Þar ríkir vonleysi og atvinnuleysi og af svæðinu er gríðarlegur fólksflótti. Tippa-ráðherrar er engin nauðsyn og ákaflega einsleitur hópur sem skilar ekki þeim árangri sem við væntum.

Rögnvaldur Þ. (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 17:50

9 Smámynd: Sigurjón

Það, að þvinga jafnrétti upp á hvað sem er, er ekki jafnrétti eða réttlæti.  Ef konur hafa sömu tækifæri og karlar, er tilgangnum náð.

Sigurjón, 22.5.2007 kl. 23:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband