Úr því að við byrjuðum umræðu um væntanlega málefnaskrá nýju stjórnarinnar...

Eftir talsverðar ádeilur Samfylkingarinnar á hendur stjórnarþátttöku íhaldsins s.l. 16 ár er gott að hafa í huga að það hljóti að taka talsverðan tíma að setja um nýja málefnaskrá. Takið ykkur tíma og lesið aðfinnslulista Ágústs Ólafs sem hann setti á blogsíðuna sína nokkrum dögum fyrir kosningar til að minna á gerðir og aðgerðarleysi síðustu stjórnar. Takið eftir því að Íraksmálið er í fyrsta sæti.

Ég get ekki á mér setið að varðveita þennan lista Ágústs Ólafs:

Syndalisti ríkisstjórnarinnar

Kosningarnar snúast ekki einungis um framtíðina. Þær snúast líka um fortíðina og hvað flokkar hafa gert. Förum yfir 40 atriði sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að eða komu nálægt.

  1. Íraksmálið
  2. Fjölmiðlamálið
  3. Árni Johnsen og tæknilegu mistökin
  4. Falun Gong
  5. Byrgismálið
  6. Skipun félaga sinna í Hæstarétt
  7. Brot á jafnréttislögum við þessar skipanir og fleiri
  8. Baugsmálið
  9. "Innmúraður og innvígður"
  10. "Ónefndi maðurinn"
  11. Eftirlaunafrumvarpið
  12. Sætasta stelpan á ballinu og eitthvað sem gerir svipað gagn"
  13. "Þær hefðu hvort sem er orðið óléttar"
  14. "Jafnréttislögin eru barns síns tíma"
  15. Eitt hæsta matvælaverð í heimi
  16. Eitt hæsta lyfjaverð í heimi
  17. Einu hæstu vextir í heimi
  18. Kosið gegn lækkun á skatti á lyfjum
  19. Kosið gegn afnámi vörugjalda á matvælum
  20. Kosið gegn 75.000 kr. frítekjumarki fyrir eldri borgara og öryrkja
  21. Staðið gegn því að láta samkeppnislög gilda um landbúnaðinn
  22. Verðbólguskattur
  23. Aukin skattbyrði á 90% þjóðarinnar
  24. Óbreytt landbúnaðarkerfi
  25. Falleinkunn í hagstjórn frá nær öllum innlendum og erlendum sérfræðingum
  26. 5000 fátæk börn
  27. 400 eldri borgarar á biðlista
  28. 170 börn á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar.
  29. Aukinn ójöfnuður
  30. 8.500 börn sem hafa ekki farið til tannlæknis í 3 ár
  31. Frumvarp um að heimila símhleranir án dómsúrskurðar
  32. 24 ára reglan í útlendingalögunum
  33. Kaup á sendiherrabústað sem kostaði jafnmikið og það kostar að reka meðal framhaldsskóla
  34. Skertur réttur almennings til gjafsóknar
  35. Launaleynd viðhaldið
  36. Trúfélög fengu ekki heimild til að gifta samkynhneigða
  37. Ísland í 16. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til framhaldsskóla
  38. Ísland í 21. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til háskólana
  39. Kaup á vændi ekki gerð refsiverð
  40. Sami kynbundni launamunurinn í 12 ár

Og svona mætti lengi telja.

 Hér lýkur tilvitnun í Ágúst Ólaf varaformann Samfylkingarinnar. Efast nokkur um að það verði ekki svolítið mál að búa til málefnaskrá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm góð samantekt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Sigurjón

Ég er hræddur um að Ágúst gleymi þessu um leið og hann er búinn að parkera þjóhnöppum sínum í ráðherrastólinn...

Sigurjón, 22.5.2007 kl. 03:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband