Miðtaugakerfið gaf eftir - Ég kaus í fyrsta skipti annað en ALLTAF áður!

Mér tókst það í kjörklefanum sem ég vissi að yrði erfitt. Miðtaugakerfið hefur nefnilega séð um það að kjósa íhaldið í 30 ár og það er nánast eins og að stíga á bensínið í bílnum.

Nú bregður hins vegar við, ég kaus annað í þetta sinn, Samfylkinguna. Ég hef orðið fyrir aðkasti frá fjölskyldu og vinum en læt samviskuna og heilann ráða för í þetta sinn. Það þarf að skipta um stjórn og það er ekki nóg að fara á kjörstað og skila auðu. Það er bara kominn tími til að skipta nýju liði inn á völlinn núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ánægð með þig Haukur!!

Heiða B. Heiðars, 12.5.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: halkatla

Glæsilegt!!!

við vitum hvað þetta er erfitt.... 

halkatla, 12.5.2007 kl. 15:52

3 Smámynd: Eurovision

Þetta er skref í rétta átt... svo bara fara einu skrefi lengra til vinstri næst !

Eurovision, 12.5.2007 kl. 17:00

4 Smámynd: Þarfagreinir

Gott hjá þér! Til hamingju!

Þarfagreinir, 12.5.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ehhh hvers konar fólk leyfir sér að skammast yfir því hvað þú kýst. Þetta er þittt atkvæði og ´það á enginn að leyfa sér að hafa skoðun a því hvernig þú verð því. Ekki frekar að neinn megi skamma mig fyrir að kjósa ekki. Get ekki lagt blessun m+ina yfir þetta kerfi..þessa pólitíksu flokka eins og þeir eru núna og tek ekki þátt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 20:17

6 Smámynd: Sigurjón

Gott hjá þér Haukur.  Ég er reyndar Sjálfstæðismaður, en mér finnst gott að fólk sé meðvitað og kjósi eftir sinni beztu sannfæringu.  Það er hornsteinn lýðræðisins sem ber að virða.

Sigurjón, 13.5.2007 kl. 14:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband