Gefið stjórnarflokkunum frí - Kjósið stjórnarandstöðuflokka

Ég var dyggur kjósandi Sjálfstæðisflokksins í 30 ár, ég var á skrá hjá þeim og starfaði fyrir flokkinn á yngri árum.

Á síðasta kjörtímabili fór flokkurinn yfir strikið í siðferðilegu tilliti og get ég því ekki kosið hann þrátt fyrir  að stefnuskrá hans og ýmsir frambjóðendur séu ágætlega frambærilegir.

Forysta flokksins beitti sér til að koma siðblindum þjóf aftur í framboð. Það segir manni að þessi sama forysta þ.e. Geir H. Haarde og Björn Bjarnason bera EKKI skynbragð á siðblindu og álíta það ekki nægilegan löst á manni til að hann eigi ekki að vera í kjöri. Það er ekki hægt að kjósa flokk sem býður ekki fram fyrirmyndarfólk í ráðvendni og mannkostum.

Stuðningur flokksins við Íraksstríðið, einkavinavæðingu, eftirlaunafrumvarp, stöðuveitingarspillingu og margt fleira ætti að vera fólki nægileg hvatning til að gefa þessum flokki frí frá stjórnarþátttöku. Valdþreyta og spilling hrjáir þennan flokk sem aldrei fyrr. Framsóknarflokknum ber ég enga ábyrgð á og hann er enn spilltari flokkur.

Kjósið stjórnarandstöðuflokk að þessu sinni. Það er óeðlilegt að láta sama fólkið sitja að völdum um alla eilífð þegar ókostir þess blasa við okkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband