Geðþekkur maður - með blóði drifinn feril vegna Íraksstríðsins

Útlit og framkoma blekkir. Það sést best á Tony Blair. Hann leit út fyrir að vera óskadraumur breta í embætti, huggulegur, kom vel fyrir og virtist hinn ljúfasti drengur.

Svo lendir hann í slagtogi með George W. Bush og lætur hann blekkja sig til þátttöku í stríðinu í Írak, sem í ljósi sögunnar verður eitt af ljótari illvirkjun mannkynssögunnar. Vegna þátttöku sinnar er blóð hundruða þúsunda manna á höndum Blairs og ómældar þjáningar. Íraksstríðinu er hvergi nærri lokið og það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst núna að það er nánast útilokað að verjast hryðjuverkum með hervaldi. Hryðjuverkamenn eiga alltaf síðasta orðið hvernig svo sem fólki líkar það.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa nú, tveimur dögum fyrir kosningar, ekki viðurkennt þátttöku og stuðning Íslands í þessu stríði sem mistök. Hvað fær friðelskandi og herlausa þjóð eins og íslendinga til að lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur í fjarlægu landi eins og Írak?

Svar: Undirlægjuháttur og dómgreindarleysi. Kjósendur eiga þess kost að lýsa skoðun sinni á þátttöku í Íraksstríðinu þann 12. maí. Hvernig væri að koma þessum skilaboðum á framfæri? 


mbl.is Tony Blair sagður greina frá starfslokum sínum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru margir sem eru blóðugir upp fyrir axlir þjóðarleiðtogarnir.  Verst þykir mér um að Ísland skuli vera innblandað í þennan hrylling.  Og við ættum að refsa þessum gæjum fyrir að þora ekki að taka okkur út af listanum og biðjast afsökunar á forverum sínum.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband