Væntingar um ráðherrastóla munu ráða mestu um næstu stjórn

Það má búast við því að eftir kosningar verði sá möguleiki upp á borðinu að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað stjórn með Samfylkingu eða Vinstri grænum.

Hvort sem væri má líta svo á að það séu svik við meirihluta kjósenda bæði Samfylkingar og Vinstri grænna að fara í slíka stjórn. Ef meirihluti stjórnarinnar heldur ekki er það skylda stjórnarandstöðunnar að mynda stjórn. En það verður ekki auðvelt og aðalástæðan er sú að ekki verður auðvelt að fylla allar væntingar um ráðherrastóla. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá snýst málið eiginlega um þetta.

Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt ti að fara í stjórn og gengisfellir hiklaust kjörfylgi sitt til þess eins og sést best á síðustu stjórn. Framsóknarflokkurinn sem hafði aðeins helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins fékk óverðskuldað helming ráðherraembætta og jafnvel forsætisráðherraembættið um tíma. Sem kjósanda Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma fannst mér sem atkvæði mitt hefði verið gengisfellt stórlega með þessum undirlægjuhætti við Framsóknarflokkinn.

Hætt er við að rifrildi um ráðherrastóla muni gera það að verkum að Sjálfstæðismenn gengisfella sig aftur fyrir Samfylkinguna eða Vinstri græna. Ég er eiginlega viss um að annar hvor vinstri flokkanna muni selja sig í stjórn með íhaldinu í stað þess að slá af kröfum sínum í samstarfi við Frjálslynda flokkinn og hugsanlega Íslandshreyfinguna ef svo færi að hún næði kjörnum þingmönnum.

Það er engin spurning ef stjórnarandstaðan fellir stjórnina og myndar ekki stjórn eftir kosningar þá er það græðgin í ráðherrastóla sem ræður för en ekki hugsjónirnar. Því miður óttast ég þessa niðurstöðu. Áframhaldandi stjórnarseta íhalds og frammara er ávísun á að ekkert verði hreinsað til í spillingarmálunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband