Geir kyssti Condoleezzu Rice - Hvers vegna?

Varnarsamningurinn sem undirritaður var í Washington síðasta haust var sneypuför hin mesta.

Eftir margra mánaða aðgerðarleysi var haldið til vesturheims til að knýja á um nýjan varnarsamning. Samningurinn var loks undirritaður þegar Rice þóknaðist að láta sig þegar Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir höfðu þvælst um stofnanaganga í Washington í rúman sólarhring. Condoleezza hafði nefnilega svo miklar áhyggjur af Norður Kóreumönnum að hún mátti ekki vera að því að sinna hinum tignu gestum frá Íslandi. Þeir voru nefnilega bara betlarar hjá henni.

Geir Haarde þessi dagfarsprúði og hlédrægi maður sá hjá sér einhverja skrýtna hvöt til að kyssa bandaríska utanríkisráðherrann fyrir samninginn, sem var reyndar innihaldslaus, og tók auk þess þátt í að bjóða henni til Íslands í ofanálag. Sjaldan eða aldrei hefur maður fengið meiri bjánahroll yfir heimóttarlegri hegðun íslendinga.

Síðan þetta gerist hafa þessi sömu hjú, Geir og Valgerður, ekki síst vegna þess að þau tengjast Noregi, gengið frá öðrum varnarsamningi þar og síðan ennþá öðrum í Danmörku. Allir þessir samningar kosta peninga og samt er ósvarað með öllu hverjum sé verið að verjast.

Þau hundruð milljóna sem veita á í að reyna að afla stuðnings við kjör í öryggisráð SÞ og þessa varnarsamninga væru betur komnir í að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu eða bæta kjör aldraðra og öryrkja. Þeir peningar sem fara í svona leikaraskap í utanríkismálum vegna ofsóknaræðis og ótta við afleiðingar Íraksstríðsins fara að sjálfsögðu ekki í annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst nú að maðurinn eigi að fá hrós fyrir að leggja þetta á sig - kyssa einhverja þá ljótustu konu sem komið hefur að stjórnmálum nokkurntíma - Margareth Thatcher, Golda Meir og Cherie Blair meðtaldar!

Þetta kallar maður að taka einn fyrir liðið.

Ingvar Valgeirsson, 8.5.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: halkatla

þetta er ruglað lið

ég losna ekkert við aulahrollinn, þetta er einsog pest sem ég er búin að vera með í 12 ár. Og svo er önnur sótt, engu betri, sem herjar á 50% þjóðarinnar sem vilja að þessir hálfvitar stjórni okkur áfram. Það verður aldrei tekið á neinu í heilbrigðiskerfinu, til þess þyrfti vilja fólksins í landinu og það vill svona samninga og rugl frekar.

Ingvar, Margaret Thatcher var fjári hot! amk miðað við aðstæður, og condie er ekkert svo ljót hvað er þetta, það er Geir sem sprengir spegilinn og er afspirnu óálitlegur. Ég fæ verk í hjartað þegar ég sé hann, svo að aumingja Condie átti þetta ekki skilið. 

halkatla, 8.5.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Haukur, þú ert ekkert búinn að fárast yfir Birni Bjarna og stöðuveitingum hans korteri fyrir kosningar. Ég segi nú bara að það sé hálfgerð skítalykt af þessu.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.5.2007 kl. 18:11

4 identicon

Haukur, - og svarið er, hún var sætasta stelpan á ballinu 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband