Kemst Valgerður Sverrisdóttir upp með að valda milljarðs tjóni án tiltals?

Valgerður Sverrisdóttir tók við umsjón varnarsvæðisins eftir að bandaríkjamenn fóru s.l. haust.

Hún fékk ráðleggingar um að halda þyrfti hita á húseignum á svæðinu yfir vetur og til þess þurfti að sjálfsögðu að semja við hitaveitu suðurnesja. Valgerður hundsaði þessar ráðleggingar og afleiðingarnar urðu þær að pípulagnir í 200 íbúðum sprungu í frosthörkukafla sem kom í nóvember 2006. Tjónið felst ekki bara í pípulögnum heldur nánast öllum innréttingum sem eru í íbúðunum og kostar trúlega 5-6 milljónir á hverja íbúð. Þetta þýðir tjón nánast upp á 1 milljarð.

Þrátt fyrir margar fyrirspurnir hefur Valgerður komið sér hjá því að svara til ábyrgðar fyrir þetta tjón og lætur sem þetta sé ekki til. Kannski er fíflalega hugsunin sú að íslendingar hafi fengið þessar húseignir frítt og þess vegna í lagi að fara svona með þær? Kannski hélt hún að þessi hús væru svo illa smíðuð að það væri í lagi að eitthvað af þeim eyðilögðust?

Sannleikurinn er sá að þessar húseignir voru byggðar af íslendingum hjá aðalverktökum og vel staðið að því að öllu leyti, enda skorti ekki fé til að gera þetta vel úr garði.

Hvenær á Valgerður að standa skil á frammistöðu í svona málum ef ekki núna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

látum kjöldraga svona heimskt lið

halkatla, 8.5.2007 kl. 13:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband