...og svo kaupa þeir bara Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur o.s.frv.

Ég leyfi mér að minna á að það eru bara örfáir dagar til kosninga og einn flokkur öðrum fremur ætlar að einkavæða Landsvirkjun og orkufyrirtækin og eru þegar byrjaðir á því með sölu á hlut ríkisins í Orkuveitu Suðurnesja.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að einkavinavæða það sem kalla má samfélagslegar stoðir og á ekkert skylt við einkavæðingu óþarfa rekstrar eins og fjölmiðlastarfsemi, áfengis- og tóbakssölu og fleira sem má að skaðlausu missa sín í einkavæðingu.

Frumþarfir þjóðfélagsins í mennta-, heilbrigðis-, löggæslu-, samgöngu-, auðlinda- og veitumálum eiga að vera áfram í höndum opinberra aðila. 


mbl.is Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Alveg sammála. Sjálfstæðisflokkurinn er í þann mund að fara að skauta út á mjög hálan ís með fyrirhugaðri einkavæðingu og aukinni 'kostnaðarþátttöku' í grundavallarsamfélagsþjónustu. Þetta er uggvænleg þróun, og ég vona að hún verði stöðvuð af næsta laugardag.

Þarfagreinir, 7.5.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Við skulum heldur ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni í þjóðlendumálinu náð undir ríkið talsverðum landareignum sem gætu verið fluttar undir Landsvirkjun og síðan allt selt. Þannig munu þeir selja þjóðlendur landsins ef af verður.

Lára Stefánsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:12

3 identicon

Góð pæling hérna á ferð. Hvað segir okkur að þessi fyrirtæki muni ekki bjóða í hlut ríkisins í Landsvirkjun þegar það verður einkavætt. Skuggaleg þróun sem verður að stöðva.

Ég bendi þér á úttekt mína á samruna þessara fyrirtækja.

Ólafur Örn Pálmarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband