Jónínumálið einkennist meira af sóðalegu yfirklóri en dylgjum

Þessi framhaldssaga er öll að verða hin pínlegasta. Afgreiðsla málsins fór fram á milli ráðuneytis, stofnana og alþingis SAMDÆGURS. Eitthvað hlýtur hraðþjónustan í þessu máli að kosta aukreitis.

Lygavaðallinn er orðin svo mikill að það hefði verið betra að játa allt saman strax sem óeðlilega fyrirgreiðslu og málið hefði trúlega dáið jafnhratt og afgreiðslan, samdægurs.

Þess í stað er hefur hópur fólks gert sig að ómerkilegum lygurum vegna ómerkilegs máls. Það blasir við að þegar fólk er orðið svona lygið eins og raun ber vitni í smámáli þá sjáum við öll að þeim er ekki treystandi fyrir neinu. Þau hafa misst allan trúverðugleika og vonandi muna kjósendur þetta fram yfir kjördaginn.


mbl.is Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er nú frekar ódýr málflutningur að tala um, hvað þá heldur á opinberum vettvangi sem þessum, að fjöldi fólks sem þú líklega þekkir ekki neitt séu lygarar.

Bjarni sagði það í fyrradag að það væri farið yfir þessi mál tvisvar á ári.  Stelpan hefur verið ein þeirra síðustu að senda inn áður en frestinum lauk, verið með alla pappíra í lagi og vegna þess að það átti að taka þetta fyrir á allra næstu dögum hafa Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun græjað bunkann sem hefur örugglega verið á borðinu hjá þeim lengi með umsóknum undanfarinna mánuða.

Þetta mál er fullkominn stormur í vatnsglasi og fréttamennirnir eingöngu að henda upp þarna ekki-frétt sem er afarslakt á tíma þar sem nóg er af efni til að setja í fréttirnar.   Hættum nú þessari vitleysisumfjöllun og förum að snúa okkur að einhverju sem skiptir máli.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hann er flottur hann Guðjón Ólafur með bæði horn og hala.

Jens Sigurjónsson, 4.5.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Snilldarpiltur Guðjón Ólafur. Megi Guð og gæfan gefa Framsóknarflokknum fleiri slíka.

Jóhannes Ragnarsson, 4.5.2007 kl. 07:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband