Eru vinsældir á www.blog.is mælikvarði á minnkandi vinsældir í stjórnmálum?

Ég get víst ekki dregið dul á pólitískan áhuga minn og skoða því grannt hvernig frambjóðendum gengur að koma málum sínum á framfæri. Ekki síst hér á www.blog.is

Ritstjórn bloggsins setur frambjóðendur í "umræðuna" og mér sýnist þeir gera þeim nokkuð jafnt undir höfði sé tekið mið af því hvað skoðanakannanir sína með reglulegu millibili.

Þegar Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir voru að rotta sig saman með sitt framboð tók ég eftir því að Ómar var oftast meðal 10 vinsælustu bloggara og Margrét oft í kringum 30.-35. sæti.

Nú þegar örstutt er til kosninga hafa þau bæði dalað mikið í aðsókn á bloggsíðurnar þegar þau ættu að vera ólmast þar með málflutning sinn, enda um ókeypis auglýsingu að ræða. Prentmiðlar jú vitna orðið talsvert í bloggsíður og hefur undirritaður oftar en einu sinni hlotið slíka athygli. Ómar mælist nú í 50. sæti á vinsældalistanum og Margrét í 128. sæti. Þetta finnst mér vísbending um dalandi áhuga á framboðinu og eins að þeim hafi sjálfum runnið svolítið móðurinn kannski vegna slakrar útkomu í könnunum, sem eru langt í frá að vera uppörvandi.

Fólk hefur margar mismunandi ástæður fyrir því hvernig það vill verja atkvæðinu sínu og það er sem betur fer bara einkamál.  Ekki ætla ég að hvetja fólk til annars en að kjósa eftir eigin samvisku og láta ekki skoðanakannanirnar kúga sig í annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já Guðmundur, Ásta setti skóinn upp í sig. Ég er reyndar fjári skúffaður á því að ég var einmitt fyrir nokkrum dögum að hrósa bæði Jónínu Bjartmarz og Ástu Möller, sjáðu bara hvar þær eru staddar núna!!! Hverjum ætti ég að hrósa næst?

Haukur Nikulásson, 3.5.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Svartinaggur

Að "rotta sig saman með sitt framboð " eða "vinna saman að sínu framboði"... ætli það sé einhver meiningarmunur á þessum tveimur setningum?

Ég hjó nú bara svona eftir þessu þar sem þú varst að vonast til að fá þau tvö í samstarf á sínum tíma.

Svartinaggur, 3.5.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Svartinaggur, þetta er mér tamt orðfæri. Ég rottaði sjálfur helling með öðrum án árangurs að þessu sinni.

Haukur Nikulásson, 3.5.2007 kl. 18:44

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband