Vel tímasett heimsókn varaformanns Samfylkingarinnar

Ég get ekki varist því að líta á það sem vel tímasett fyrirbrigði að fá varaformann Samfylkingarinnar á dyrnar hjá sér á þeim tíma þegar verið að hugleiða alvarlega hvernig maður notar atkvæði sitt á kjördag. Ekki síst í ljósi þess að maður er sjálfur ekki nálægt neinum framboðslistum eins og stóð til um tíma.

Auður verður seðillinn ekki því þá hjálpar hann flokknum sem ég er að yfirgefa eftir 30 ára tryggð í öllum kosningum, íhaldinu. Þeir verða að fá bráðnauðsynlega hvíld frá stjórnarþátttöku.

Ágúst Ólafur stóð með fangið fullt fyrir framan mig, full fata af rauðum kratarósum og rauðir bæklingar með. Þáði ég af honum rós og bækling. Við áttum stutt spjall, ég hrósaði honum fyrir frammistöðuna í kastljósþættinum í gærkvöldi og hann hélt síðan áfram að hringja bjöllum.

það er ekki annað hægt en að hrífast af þessu framtaki, en ekki er ég þó viss um að hann fái alls staðar jafn góðar móttökur, sérstaklega ekki hörðum sjöllum.

Ég hef gert athugasemdir inn á bloggsíðuna hans, sérstaklega hef ég verið langorður um andstöðu mína við að ganga í Evrópusambandið.

Það er aldrei að vita nema þetta hafi borið árangur hjá honum hvað mig varðar, reyndar fyrr búinn að álykta Samfylkingin væri líklegust á þessum tímapunkti. Enn er þó tími til að skipta um skoðun ef svo ber undir. Ágúst Ólafur skorar allavega tvisvar á stuttum tíma!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband