Leiðtogahæfileikar Geirs H. Haarde

Leiðtogi þarf að hafa marga kosti. Þessir kostir eru mis mikilvægir og það þarf enga sérstaka snillinga til að sjá út hvort viðkomandi sé "leiðtogi" eða bara efstur á blaði. Eitt af nýlegri dæmum um slíkt er að við brottfall Davíðs Oddssonar var Geir H. Haarde kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og þar með verður hann líka valdamesti maður landsins. Ég hef áður haldið því fram að hann sé ekki leiðtogi og til þess að bakka upp slíkt "rugl" að margra mati ætla ég að gera tilraun til að gera það á þann hátt að líta svo á að við ætluðum hreinlega að ráða hann í vinnu sem leiðtoga:

Æskilegir kostir leiðtoga eru:

  • Hæfileiki til að blása öðru fólki eldmóði í brjóst sem hvetur það til dáða
  • Hæfileiki til að afla málum sínum fylgis
  • Hæfileiki til að afla persónu sinni trausts
  • Hæfileikinn til að kenna öðrum að vinna
  • Hæfileikinn til að fá aðra til að vinna
  • Hæfileikinn til að sjá hvernig fólk vinnur
  • Hæfileikinn til að sjá hvort verkefni klárist og fylgja þeim eftir
  • Hæfileiki til að greina aðalatriði frá aukaatriðum
  • Hæfileikinn til að halda samstarfsfólki "á tánum" í vinnu
  • Hæfileikinn til að fá fólk til að vinna saman
  • Yfirburða þekking á viðfangsefnum starfsins
  • Hæfileiki til tjáningar þannig að það sannfæri annað fólk
  • Hæfileikinn til að halda völdum sínum og vinna trúnaðartraust nánustu samstarfsmanna
  • Hæfileikinn til að láta aðra trúa því að hæfasti leiðtoginn sé við stjórnvölinn

Kostirnir: Geir hefur mikla hæfileika sem maður. Hann er vandaður, dagfarsprúður, virkar traustur og kemur vel fyrir. Hann hefur hæglátt yfirbragð og því stendur enginn ógn af honum. Honum er ekki frýjað vits, hann hefur tæknilega yfirburðaþekkingu á því sem hann er að fást við. Hann er þess vegna prýðilegur í rökræðum við keppinauta sína, og fer alltaf vel frá þeim. Hann er snyrtimenni í klæðaburði og hógvær í öllu tali og fasi, sem fer raunar mjög vel við persónu hans. Hann hefur listræna hæfileika og getur verið skemmtilegur og söngelskur félagsskapur.

Gallarnir: Geir skortir gersamlega eldmóð og því fellur hann á fyrsta og mikilvægasta prófinu. Þú gætir t.d. aldrei séð hann fyrir þér á hliðarlínu í fótbolta sem þjálfara gargandi hvatningarorð til leikmanna. Hann er ekki maður sem skynjar hvenær hann á að taka menn/konur "á teppið" þegar viðkomandi stendur sig illa. Það er enginn hræddur við hann og þar af leiðandi er hætt við að undirmenn hans slugsi. Hann á sjálfur lítið frumkvæði, það þarf að ýta við honum til að eitthvað gerist. Eðli hans er fremur meðal baunateljaranna en hinna þrumandi leiðtoga. Hann gerir líka of lítið af því að sýna sig þegar þess væri vissulega þörf. Á einhvern undarlegan hátt eru vinsældir hans í réttu hlutfalli við ósýnileikann.

Skv. ofansögðu fer ekkert á milli mála að Geir H. Haarde er í flestu tilliti afbragð annarra manna, en bara ekki leiðtogi. 

Hafa menn/konur eitthvað til málanna að leggja? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband