25.4.2007 | 10:33
Þegar starfið verður miklu stærra en sú sem sinnir því
Valgerður Sverrisdóttir er því miður ekki í miklu áliti hjá mér. Ég tel hana raunar einn ofmetnasta stjórnmálamann samtímans og með öllu óhæfa til að gegna ráðherradómi. Hún er í starfi sem krefst miklu meiri hæfileika en hún býr yfir.
Henni hefur verið hlíft þrátt fyrir að hafa opinberað veikleika sína með ótrúlegum hætti. Tökum dæmi:
Sem ráðherra hefur hún ekki axlað ábyrgð á hundruða milljóna króna tjóni á pípulögnum í íbúðarhúsunum á varnarsvæðinu. Hún fékk eignirnar til umsjónar, fékk aðvaranir um að það þyrfti að halda hita á húsunum yfir vetrartímann og hundsaði það með öllu. Niðurstaðan er áðurnefnt tjón. Það er greinilega alger sátt meðal ríkisstjórnarinnar að þegja um þetta mál fram yfir kosningar. Hvers konar ráðherraábyrgð er hér til staðar? Hvaða ríkisstofnun á að sjá um að þetta mál fari í opinbera rannsókn?
Hún stendur fyrir því rugli að skipa Sigríði Dúnu sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Þetta er starf sem sinna má með síma, interneti og fjarfundarbúnaði frá Rauðarárstíg í Reykjavík! Hér er bara verið að hygla einkavinum samstarfsflokksins. Hvaða hagsmuni hefur almenningur af þessu sendiherraprjáli? Hvað er ráðherrann eiginlega að hugsa?
Þegar hún tók við utanríkisráðuneytinu var hún ófær um að taka við frágangi varnarsamningsins og það mál var áfram í höndum Geirs H. Haarde, sem klúðraði því hvort eð er. Til hvers er verið að skipa ráðherra sem fyrirfram er ófær um að vinna að málum sem eru í gangi? Þetta var meira að segja eina stóra málið sem þurfti að vinna að einhverju viti.
Hvernig er hægt að skipa utanríkisráðherra sem er nánast ómálga á erlendri grund? Ræðan hennar hjá Sameinuðu þjóðunum er mörgum sérlega eftirminnileg. Hún bögglaðist á enskum texta með orðum sem hún gat varla lesið eða borið fram og skildi greinilega ekki hvað hún var að segja. Bjánahrollurinn og skömmin yfir þessari frammistöðu hennar fyrir hönd þjóðarinnar gleymist seint.
Síðasta afrekið hennar er þessa daga að kvitta upp á hundruða milljóna króna útgjöld til að niðurgreiða yfirflugþjónustu og skipaheimsóknir frá Noregi. Þó hún færi í gegnum pyntingarbekk gæti hún ekki bent okkur á óvininn!
Ég mæli með því að kjósendur í Norðausturkjördæmi leyfi þessari konu að njóta afraksturs spillta eftirlaunafrumvarpsins hið fyrsta, það er þó mun minna tjón en að láta hana starfa áfram.
Einhverjum kann að finnast þetta harkalega að Valgerði vegið. Þegar það liggur fyrir að kjörnir þingmenn og ráðherrar sæti næstum aldrei neinni ábyrgð er þetta eina tækifærið til að meta störf þeirra. Svona met ég starf hennar og get því ekki mælt með henni áfram. Þetta er réttur kjósenda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Athyglisverð samantekt. Má búast við sambærilegri úttekt á öðrum ráðherrum?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.4.2007 kl. 11:07
Það liggur í hlutarins eðli að ef hún sætti pyntingum gæti hún bent á óvin... væntanlega ÞANN SEM VÆRI AÐ PYNTA HANA!
Annars er óþarfi að telja þetta allt upp - tungumálakunnáttan, eða fullkominn skortur þar á, er feykinæg ástæða ein og sér.
Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 15:34
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 12:42
Það var DO sem skipaði Sigríðu Dúnu eins og 10 aðra sendiherra á 11 mánaða setu sinni á stóli að mig minnir.
Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 17:54