24.4.2007 | 09:50
Ljótar auglýsingar hjá VG
Jafnvel Álafossúlpuflokkur eins og VG þarf að gera sér grein fyrir því að ef þau ætla að selja málstað sinn þurfa þau að lagfæra útlitið á auglýsingunum sínum núna.
Þessa daga birtast myndir af formanninum og varaformanninum standandi úti í íslensku veðri, sem er greinilega ekkert til að hrópa húrra fyrir suma daga.
Steingrímur stendur í krumpuðum frakka við höfnina á Húsavík, órakaður að vanda, en samt illa uppstilltur og því miður bara eins og nývaknaður útigangsmaður í sinni hollingu. Það vantar bara pyttlu í vasann til að fullkomna myndina. Af hverju er manninum gerður þessi andskoti? Af hverju ekki að sýna hann í snyrtilegum jakkafötum í þinginu flytjandi ábúðarfulla ræðu? Þar er hann á heimavelli.
Katrín Jakobsdóttir er hörmulega föl á hálfgerðri óveðursmynd á leikvellinum við Langholtsskóla þar sem kontrastur í lýsingu gerir hana allt að því lasna í útliti. Katrín er bæði sæt stelpa og sköruleg og er lítill sómi sýndur í þessari töku.
Ímyndarsmiðir VG eru að mínu mati smekklausir og þarf að skipta út hið snarasta ætli flokkurinn ekki að láta auglýsingarnar hreinlega vinna á móti sér.
Flokkarnir fengu allir sinn hluta ránsfengsins úr ríkissjóði til að borga auglýsingakostnaðinn í kosningunum og það er algjör óþarfi að sýna þessu fjármagni okkar almennings svona óvirðingu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Hef ekki séð þessar auglýsingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 10:22
Þær geta þó ekki verið verri en bleiku auglýsingarnar, sem birtust fyrir sveitastjórnarkosningarnar í fyrra. Bleikur bakgrunnur og þrír efstu karlarnir í Rvk-kjördæmi - ekkert meiköpp, engin lýsing og enginn stílisti getur lagað þá. Synd samt með Katrínu, því þó hún sé smekklaus (ummæli hennar um bók Margrétar Frímanns eru eitt það ógeðfelldastasem sagt hefur verið í íslenskri pólítík) og í kexrugluðum flokki, þá er hún samt svolítið sæt á góðu mómenti. Óþarfi að skemma það með sæmri myndaöku. Ætli þeir hafi verið búnir að eyða þeim skattpeningum okkar, sem átu að fara í auglýsingar, í betlibréf til Alcan?
Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 11:01
Meinti að sjálfsögðu "áttu" en ekki "átu"... afsagið stavsedningarvilurdnar...
Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 11:02
Katrín gerði sig seka um misheppnað grín Ingvar. We all do!
Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 11:16
Þessar auglýsingar sýna bara myrkan og dimman raunveruleika sem verður ef þessi flokkur kemst til valda. Þannig að þær henta vel VG
Örvar Þór Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 11:57
Já, máttur auglýsingavaldsins er slíkur að menn ræða formsatriði auglýsingauppsetningarinnar í stað þess að ræða kjarna málefna. Á kynning á stjórnmálamanni að vera eins og hann kemur fyrir eða vera uppstillt fermingarmynd?
Ólafur Þórðarson, 24.4.2007 kl. 19:43
Veffari, hjá mér er þetta einfalt: Til að vinna málstaðnum fylgis þarf hann að líta vel út þegar hann er settur í auglýsingar. Þetta er bara sölumennska þegar allt kemur til alls.
Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 20:16
Jú, ég veit að við gerum æði mörg upp á bak í gríni, en hennar var að mínu mati fyrir neðan allar hellur, sérstaklega þar sem hún er oft í forsvari fyrir femínista. Fólk í fyrsta sæti framboðslista verður líka að passa sig betur en aðrir.
Eníhjú, ég var að sjá þessar auglýsingar í miðbænum. Katrín lítur hreint ekki illa út, frekar en venjulega, Steingrímur er - eins og þú segir - eins og lassaróni, en Kolbrún Halldórs lítur út eins og Jókerinn í Batman! Arrrgh! Hún er ekki svona slæm, demitt (ósmekklegt grín, ég veit).
Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 21:07
Sölumennska. Einmitt. Eins og ég hefði sagt það sjálfur.
Mikill er máttur auglýsingavaldsins.
Ólafur Þórðarson, 24.4.2007 kl. 21:52
Núna tveimur dögum síðar er ég að horfa á enn verri auglýsingar frá VG. Þessar smekklausu og sveitó auglýsingar eru ekki að gera sig því miður.
Haukur Nikulásson, 26.4.2007 kl. 09:57