Tímabært að gullið komi úr Vatnsmýrinni

Einhverju sinni var leitað eftir gulli í Vatnsmýrinni í hlíðum Öskjuhlíðar. Of lítið fannst á þeim tíma til að það þætti vinnanlegt þannig að það borgaði sig.

Á þeim rúmlega 100 árum frá því þetta var má segja að gullið hafi læðst í Vatnsmýrina í formi verðmætis landsins, mögulegrar stóraukinnar hagkvæmni í samgöngum og öðrum samverkandi áhrifum sem skapa enn meiri verðmæti með því að nota landið undir annað en flugvöll. 

Ótti fólks á landsbyggðinni við að flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur hefur alltaf og verður ástæðulaus vegna þeirrar einföldu staðreyndar að Reykvíkingar þurfa LÍKA að ferðast út á land og nenna ekkert að vera lengur að því heldur en fólk á landsbyggðinni. Það var því aldrei ástæða fyrir sérstakri andúð á því að flytja flugvöllinn þegar á reyndi. 


mbl.is Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Finnur, bráðamóttaka sjúklinga er í Fossvoginum en ekki við Hringbraut. Enda máttu líka búast við að sjúkraflug verði meira í formi þyrluflugs þegar fram í sækir og því ekki alveg rétt röksemdarfærsla til að halda flugvellinum þar sem hann er.

Haukur Nikulásson, 17.4.2007 kl. 15:28

2 identicon

Einhverntíman var spáð í hvort það borgaði sig að leggja lest til keflavíkurflugvallar, eftir miklar skoðanir var áhveðið að það borgaði sig ekki. Afhverju ekki að fara bara með allt flug þangað og leggja þessa lest og málið er leyst? :)

Og já flest allt sjúkraflug þar sem líf liggur við er flogið með þyrlu og lent við spítalann í Fossvoginum þannig þau rök eru eiginlega fáránleg. 

Brynjar (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er reyndar rangt Brynjar að flest allt sjúkraflug sé flogið með þyrlum, Allt eiginlegt sjúkraflug er flogið á venjulegum flugvélum. Þyrluflug er hinsvegar alltaf notað þegar sækja þarf sjúklinga eða slasaða þangað sem flugvélar geta ekki lent, svo sem á haf út eða í óbyggðir og þá gjarnan lent með þá sem næst næsta sjúkrahúsi. Það væru hinsvegar einu rökin sem ég gæti samþykkt fyrir því að völlurinn færi úr Vatnsmýrinni Haukur, að þar fyndist raunverulega gull og það í miklum mæli. En í guðs bænum, ekki Keflavík og ekki Hólmsheiði sem kæmi sér þó betur fyrir mig persónulega sem nota völlinn mikið (styttra á völlinn að heiman, austan við fjall) en þar hef ég oft farið um í kolvitlausu veðri og komið í blíðu niðri í Vatnsmýri.

Viðar Friðgeirsson, 17.4.2007 kl. 18:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband