Tími Jóhönnu að koma?

"Minn tími mun koma" sagði Jóhanna Sigurðardóttir eitt sinn þung á brún.  Verið getur að það sé styttra í hann en búist hefur verið við.

Fari kosningarnar þannig að Samfylkingin fái það fylgi sem kannanir benda til þá er ljóst að dagar Sollu eru taldir á formannsstóli. Varaformaðurinn Ágúst Ólafur er of ungur til að taka við núna, auk þess er hann tæpast nógu myndugur til að stýra þessu dæmi, allavega strax. Össur er búinn og fær þetta ekki aftur. Hinn ungi vonarpeningur Samfylkingarinnar er Katrín Júlíusdóttir. Hún er ekki tilbúin heldur og því er hið augljósa í stöðunni að láta Jóhönnu stýra flokknum í gegnum þarnæstu Alþingiskosningar.

Jóhanna hefur mikla reynslu, ákveðni og hefur yfirbragð heiðarleika og heilinda og því augljós kostur fyrir Samfylkingarfólkið. Það er ekki að ástæðulausu að hún er í gríni kölluð "heilög" Jóhanna. Hún hefur aldrei heldur vakið sömu andúð meðal andstæðinga sinna og Solla.

Skyldi Jóhanna hafa rétt fyrir sér fyrr og óvæntar en margan grunar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hreint ekki svo fráleit hugmynd,.......og þó.

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held það sé sama þó þeir fái Charles Manson, Pál Óskar, Reyni Pétur eða Zsa Zsa  Gabor - flokkurinn væri samt betur staddur en í dag. gæti kannski komið sér upp stefnu, annari en bara að koma Sjöllunum frá og sjá svo til.

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er í svartsýniskasti núna gagnvart stjórnmálum. Segi því að manneskja sem vinnur af heilindum og með hag borgaranna fyrir brjósti mun aldrei komast í formannsstól, þar þarf einhverja aðra eiginleika til að ná árangri. En, ég er í svartsýniskasti.

Ingi Geir Hreinsson, 17.4.2007 kl. 08:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband