Við munum tapa öllum helstu auðlindum þjóðarinnar á næsta kjörtímabili

Þetta er úrdráttur úr landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins:

"Íslensku orkufyrirtækin eru í dag leiðandi þekkingarfyrirtæki Landsfundur fagnar aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás. Landsfundur leggur til að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða.
Landsfundur er andvígur því að ein atvinnugrein sé skattlögð umfram aðrar með innheimtu svokallaðs auðlindagjalds. Samræma ber slíka gjaldtöku milli atvinnugreina sem nýta auðlindir eða fella gjaldið niður ella.  "

Hér fer ekkert á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram að einkavæða starfsemi Landsvirkjunar og orkufyrirtækjanna sem ekki er fræðilegur möguleiki á að verði í eðlilegri samkeppni á Íslandi.

Ennfremur er löngu ljóst að fiskveiðiauðlindin verður fest varanlega í sessi hjá útvegsmönnum.

Íslendingar eru, sem þjóð, á góðri leið með að tapa öllum raunverulegum eignum sínum í hendur einkaaðila sem auðveldlega geta síðan misst þær úr höndum sér í til þeirra útlendu fjármálafyrirtækja sem lánað hafa íslensku bönkunum mestu sambankalán í Íslandssögunni.

Það virðist ekki vera nokkur leið að vekja fólk til umhugsunar í þessum málum. Ég hef engan áhuga á að segja seinnar meir "Told you so!". Vaknið núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú kýst auðvitað að nota drögin en síður lokaútliti.

Einnig kýst þú  að líta framhjá verulega sterkri grein um, að fullveldisréttur verði varin á auðlindum þjóðarinnar.

Svo er, að lítill hópur en fylginn sér, hafið sett enn sterkari ákvæði inn í drögin en menn kusu að ná málamiðlun um orðalag sem tæki ekki fortakslaust f um hvorugt, óbreytt ástand eða einkavæðingu.

ÞEtta er ekkert annað enn hræðsluáróður hjá þér en skiljanlegur ef miðað er við stöðu þinna manna í skoðanakönnunum upp á síðkastið.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Haukur í þessu. Það er verst hvað andúð þín í garð Frjálslynda Flokksinns er mikil því að ég held að þín sjónarmið í mörgum málum séu sambærileg og hjá okkur. Gangi þér vel.

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bjarni: Tilvitnunin er tekin beint af vef XD.IS og því eins réttar og flokkurinn vill hafa þær. Þetta er ekki kynnst sem drög heldur samþykkt ályktun. Ef það er ekki rétt þarf flokksbatteríið að setja inn réttan texta. Þú mátt kalla þetta hræðsluáróður, því ég er hræddur við þetta mál því miður.

Georg: Ég hef enga sérstaka andúð á Frjálslynda flokknum fremur en öðrum flokkum. Mig vantar bara trú á frambjóðendur hans til að vilja kjósa flokkinn. Málin er líklega flest alveg hreint að mínu skapi, nema innflytjendaumræðan. Ég reyndi að hafa samband við flokkinn síðasta haust, en mér var ekki svarað hvorki af framkvæmdastjóra (þá MS) né Guðjóni Arnari. Held reyndar að GAK sé hvorki leiðtogi né góður í almennum samskiptum og það dugar mér bara ekki. 

Haukur Nikulásson, 16.4.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kíkti á þetta á vefnum og er kórrétt hjá þér og biðst ég auðvitað forláts að hafa klikkað þarna en mér er það til afsökunar, að ögn mýkri texti var ritaður hjá mér við þessar línur.  Texti hver hefði átt að fara þarna inn að mínu mati.

 Hitt er svo einnig rétt og satt hjá mér, að einkavæðingaráform örfárra fara EKKI í gegn án þess að kljúfa flokkinn í svona 1/4 3/4 hvar mikill meirihluti er á móti Einkavæðingu og sölu ríkiseigna í orkugeiranum og í ályktuninni er krafa um að gæta beri fullveldissjónamiða og þannig eignarhalds þjóðarinnar á auðlindunum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 15:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband