Just around the corner - Cock Robin

Lagið sem mér finnst toppa allt. Eitt af örfáum "Eighties" lögum sem ég fíla, en fíla það þá í tætlur.

Hér er allt sem prýðir gott popplag. Vel samið og einstakt (óstolið) lag, flottur texti, dramatískt, rokkað og tilfinningaríkt. Einstök upptaka og flutningur allt í senn. Sannkölluð og ekta gæsahúð!

Sjáið þetta video á Youtube


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Haukur, Ég hlustaði á þetta lag, líklegast 2-3 þús sinnum á níunda áratugnum. Þetta lag er "Klassik" af bestu gerð.

Hef hlustað á lögin þín hér á síðunni. Bara nokkuð góður. Hvernig er það, er þetta allt heimatilbúið í gegnum forrit sem þú kaupir eða ferð þú í alvöru studíó.

Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég syng og spila á gítar í þessum lögum og annar undirleikur er forritaður. Þetta er tekið upp lifandi í heilu lagi í gegnum mixer beint inn á tölvu. Smá EQ og BBE maximizer til að poppa þetta upp (styrkja).

Lögin með Gunnari eru multitrack upptökur á disk sem hann gaf út 2001. Hann samdi öll lög og texta en ég fékk að útsetja, stjórna upptökum, forrita undirleik og spila gítara.

Haukur Nikulásson, 16.4.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Okkur er greinilega ekki ætlað að vera sammála um nokkuð - ég fæ nefnilega líka gæsahúð við að heyra í Cock Robin, bara ekki af sömu ástæðu. Þrátt fyrir að um gæðaflutning og fagmennsku sé að ræða fer þetta í mínar fínustu taugar og veldur mér velgju.

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er nákvæmlega ekkert að þinni skoðun hvað þetta varðar Ingvar. Tónlistin kennir manni betur en margt annað að virða smekk annarra. Sjálfur þarf ég að búa við að finnast mjög skemmtilegt að flytja lög sem ég þoli ekki að hlusta á hjá öðrum. How's that for a twist?

Haukur Nikulásson, 16.4.2007 kl. 17:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband