Eiginhagsmuna- og persónupólitík kom í veg fyrir alvöru framboð!

Í aðdraganda kosninga hef ég á þessari síðu marglýst áhuga mínum á að sjá nýtt framboð jafnaðarmanna sem hefðu yfirbragð hófsemi, skynsemi, velvild og ynni ekki síst gegn spillingu í samfélaginu.

Draumur minn var sá að Jón Baldvin Hannibalsson leiddi þetta og með fylgdu hugsjónamenn eins og Ómar Ragnarsson og fleiri minni og óþekktari spámenn, þar á meðal ég með Flokkinn. Margt fólk með stjórnmálaáhuga lýstu löngun sinni til að vera með í þessum pælingum svo sem félagar innan Framtíðarlandsins, Þjóðarhreyfingarinnar, Höfuðborgarsamtakanna og fleiri.

Draumurinn um stóran flokk er orðinn að engu, allavega hvað varðar næstu kosningar til Alþingis. Hér er um að kenna að þegar þessar umræður fóru af stað réði fólk ferðinni sem hugsaði fyrst um eigin persónur, þröng og þráhyggjuleg eiginhagsmunamál. Vandamálið var einfaldlega skortur á sterkum, reynslumiklum og þekktum leiðtoga sem hefði getað verkstýrt þessari vinnu. Jón Baldvin var eini maðurinn, sem hefði haft getu til þessa verks á þessum tímapunkti. Fólkið sem hafði mest áhrif í mótun framboða sérstaklega Ómar, Margrét og Jakob höfðu engan skilning á því að laða til sín fjöldann. Þau voru sjálf svo mikið aðalatriði að ekkert annað komst að. Þau munu uppskera nú í samræmi við það.

Göslaragangur, persónu- og eiginhagsmunapólitík er ekki vænleg til árangurs og því miður verður engin sjáanleg nýliðun í stjórnmálum því núverandi stjórnmálaflokkar hafa séð til þess að með stórkostlegum lögbundnum (stolnum) styrkjum úr ríkissjóði að ennþá erfiðara verði að reyna neitt um þarnæstu kosningar.

Mér sýnist sem að bæði ég og Flokkurinn verðum í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin, sem er kannski ekki svo slæmt. Ég get þá nöldrað á þessari síðu út í allt og alla og verið jafnvel meiri stjórnarandstaða heldur en sú á þinginu sem samþykkti að vera með í að taka ránsfenginn úr ríkissjóði með stjórnarflokkunum og tók líka þátt í sukkafgreiðslu eftirlaunafrumvarpsins alræmda. Þjófsnautar eiga erfitt með að gagnrýna þjófana svo trúverðugt sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég get ekki með nokkru móti fyrirgefið JBH það að hann leyfði Davíð Oddssyni að marsera beint inn í forsætisráðherrastólinn um leið og hann kom á þing. Annar valkostur var fyrir hendi sem var ekki tekinn (ég trúi því varla að ég sé að mæla með framsókn í stjórn, en flokkurinn þá er ekki flokkurinn nú). Vegna þessa myndi ég aldrei taka JBH fagnandi sem stjórnmálaleiðtoga á ný, hann ætti bara að setjast með frú sinni fyrir framan jarðvinnuvélar.

Ingi Geir Hreinsson, 15.4.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingi, allir sem hafa verið jafn lengi að og JBH eru eflaust aðilar að einhverjum málum sem öðrum hugnast ekki. Það er óhjákvæmilegt. Ég kýs að horfa frekar til þess hvað JBH hefði getað gert nú fremur en til fortíðarinnar. Eftir því sem vorar verður væntalega notalegra að sitja fyrir framan vélarnar .

Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég var að sjá listana yfir fyrstu fimm hjá Íslandshreyfingunni í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Fljótt á litið er það eina athyglisverða að sjá rýran hlut Sigurlínar í þessu. Hún hefur ekkert upp úr því að fylgja Margréti út úr Frjálslynda flokknum og það er leitt fyrir hennar hönd. Ólafur Hannibalsson var fyrirsjáanlegur í dæminu og því ekki frétt í sjálfu sér.

Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 12:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband