15.4.2007 | 11:15
Eiginhagsmuna- og persónupólitík kom í veg fyrir alvöru framboð!
Í aðdraganda kosninga hef ég á þessari síðu marglýst áhuga mínum á að sjá nýtt framboð jafnaðarmanna sem hefðu yfirbragð hófsemi, skynsemi, velvild og ynni ekki síst gegn spillingu í samfélaginu.
Draumur minn var sá að Jón Baldvin Hannibalsson leiddi þetta og með fylgdu hugsjónamenn eins og Ómar Ragnarsson og fleiri minni og óþekktari spámenn, þar á meðal ég með Flokkinn. Margt fólk með stjórnmálaáhuga lýstu löngun sinni til að vera með í þessum pælingum svo sem félagar innan Framtíðarlandsins, Þjóðarhreyfingarinnar, Höfuðborgarsamtakanna og fleiri.
Draumurinn um stóran flokk er orðinn að engu, allavega hvað varðar næstu kosningar til Alþingis. Hér er um að kenna að þegar þessar umræður fóru af stað réði fólk ferðinni sem hugsaði fyrst um eigin persónur, þröng og þráhyggjuleg eiginhagsmunamál. Vandamálið var einfaldlega skortur á sterkum, reynslumiklum og þekktum leiðtoga sem hefði getað verkstýrt þessari vinnu. Jón Baldvin var eini maðurinn, sem hefði haft getu til þessa verks á þessum tímapunkti. Fólkið sem hafði mest áhrif í mótun framboða sérstaklega Ómar, Margrét og Jakob höfðu engan skilning á því að laða til sín fjöldann. Þau voru sjálf svo mikið aðalatriði að ekkert annað komst að. Þau munu uppskera nú í samræmi við það.
Göslaragangur, persónu- og eiginhagsmunapólitík er ekki vænleg til árangurs og því miður verður engin sjáanleg nýliðun í stjórnmálum því núverandi stjórnmálaflokkar hafa séð til þess að með stórkostlegum lögbundnum (stolnum) styrkjum úr ríkissjóði að ennþá erfiðara verði að reyna neitt um þarnæstu kosningar.
Mér sýnist sem að bæði ég og Flokkurinn verðum í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin, sem er kannski ekki svo slæmt. Ég get þá nöldrað á þessari síðu út í allt og alla og verið jafnvel meiri stjórnarandstaða heldur en sú á þinginu sem samþykkti að vera með í að taka ránsfenginn úr ríkissjóði með stjórnarflokkunum og tók líka þátt í sukkafgreiðslu eftirlaunafrumvarpsins alræmda. Þjófsnautar eiga erfitt með að gagnrýna þjófana svo trúverðugt sé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég get ekki með nokkru móti fyrirgefið JBH það að hann leyfði Davíð Oddssyni að marsera beint inn í forsætisráðherrastólinn um leið og hann kom á þing. Annar valkostur var fyrir hendi sem var ekki tekinn (ég trúi því varla að ég sé að mæla með framsókn í stjórn, en flokkurinn þá er ekki flokkurinn nú). Vegna þessa myndi ég aldrei taka JBH fagnandi sem stjórnmálaleiðtoga á ný, hann ætti bara að setjast með frú sinni fyrir framan jarðvinnuvélar.
Ingi Geir Hreinsson, 15.4.2007 kl. 11:21
Ingi, allir sem hafa verið jafn lengi að og JBH eru eflaust aðilar að einhverjum málum sem öðrum hugnast ekki. Það er óhjákvæmilegt. Ég kýs að horfa frekar til þess hvað JBH hefði getað gert nú fremur en til fortíðarinnar. Eftir því sem vorar verður væntalega notalegra að sitja fyrir framan vélarnar .
Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 11:28
Ég var að sjá listana yfir fyrstu fimm hjá Íslandshreyfingunni í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Fljótt á litið er það eina athyglisverða að sjá rýran hlut Sigurlínar í þessu. Hún hefur ekkert upp úr því að fylgja Margréti út úr Frjálslynda flokknum og það er leitt fyrir hennar hönd. Ólafur Hannibalsson var fyrirsjáanlegur í dæminu og því ekki frétt í sjálfu sér.
Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 12:35