Og ekki orð meir um Íraksstríðið!

Þessi ályktun er hin skelfilegasti pappír.

Hanga á í rassinum á bandaríkjamönnum með öll þau mál sem ÞEIM þóknast.

Eyða á hundruðum milljóna í umsókn um setu í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Hvaða erindi á lítil leppþjóð bandaríkjanna þangað?

Kaupa á "yfirflugþjónustu" herþotna frá NATO, þegar tímabært væri að segja sig frá þeim samtökum.

Eyða á hundruðum milljóna í þátttöku í friðargæslustarfi þegar það kæmi þróunarríkjum betur að fá aðstoð við annars konar uppbyggingu.

Ekki er rætt um að taka til í gegndarlausu fjáraustri í utanríkisþjónustunni og því bulli að fjármagna t.d. sendiherra Íslands í Suður Afríku.

Það má vera að landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé fjölmenn samkoma, en vitið í henni eykst ekki í samræmi við þann fjölda! 


mbl.is Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála, sammála. Mikil tilbeiðsla og átrúnaður leiðir sjaldan til rökhugsunar. Ég er sannfærður um að þarna hafa verið lesnar upp margar tölur. Þegar búið er að setja mannlífið inn í reiknilíkanið verður útkoman óburðug.

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Ef þú kíkir á drögin sem send voru út fyrir landsfundin, þá getur þú tekið eftir að ályktun landsfundar er úrdráttur úr þeim. Það hefur ekkert breyst. Engar nýjar tillögur frá grasrót flokksins.

Birgir Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta eru men sem ekki viður kenna mistök syn um það erum við sammála kveðja Halli Gamli/sem er að fara i fri i 24 daga!!!!!

Haraldur Haraldsson, 15.4.2007 kl. 01:27

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Halli minn njóttu frísins!

Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 09:25

5 identicon

Frekari upplýsingarvarðandi setninguna sem umrædd var á landsfundi Sjálfstæðismanna og tekin fyrir í fréttini, er að finna í grein minni: Tilgangur orðalag ályktunarinnar

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband