Árni Johnsen - Ef lygin er endurtekin nógu oft verður hún sannleikur?

Árni Johnsen hefur áhrif á fylgi Sjálfstæðsflokksins í Suðurkjördæmi. Um þetta efast fáir þessa daga. Fylgi flokksins væri hærra ef forystu flokksins hefði lánast að hafa Árna Johnsen þar sem hann er best geymdur, utan Alþingis og ekki með sína fingur á fjármunum annarra. 

Forysta flokksins hefur ítrekað logið því að þjóðinni að Árni Johnsen hafi átt rétt á að fá forsetaúrskurð um "uppreista æru". Sannleikurinn er sá að forsetanum er úthlutað þetta sem geðþóttavald samkvæmt hegningarlögum og það hefur enginn spurt forsetann hvort hann hefði veitt Árna þessa "uppreista æru". Ég reyndar stórefast um það. Með sömu rökum má hleypa Steingrími Njálssyni í drengjaeftirlit á leikskóla hafi hann tekið út sína refsingu. Þetta dettur samt engum í hug.

Verknaðurinn "Uppreist æra" var framin í skjóli fjarveru forseta Íslands af Sjálfstæðismönnunum sem voru handhafar forsetavalds á meðan hann fór í frí. Ennþá heldur forystan því fram að hér hafi verið um einhvern sjálfsagðan "rútínuverknað" að ræða sem eru heilber ósannindi. Hvaða þjófur annar hefur fengið svona þjónustu frá handhöfum forsetavalds í gegnum tíðina? Bendið á einn!

Skilaboðin sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendir eru þau að þjófnaður, mútuþægni, yfirhylmingar, umboðssvik og fleira séu ekki til að spilla fyrir því að þú getir ekki orðið öðrum “fyrirmyndar” Alþingismaður aftur. Það er sérdeilis óheppilegt dómgreindarleysi að forysta Sjálfstæðisflokksins kvitti ótímabært upp á lækningu og betrun hins dæmda. Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvað hinn dæmdi gat eiginlega notað til að knýja á um "uppreista æru"?

Það er sorglegt að duglegir menn geti verið siðblindir. Þeir eiga bara ekkert erindi í forystuhlutverk í stjórnmálum. Þá skortir alveg samúð og samhyggð, þeir beita öllum brögðum og spila á allar tilfinningar fólks til að ná sínu fram. Það hefur enginn upplýst ennþá að siðblinda hafi verið læknuð og því á maður með slíkan sorglegan kvilla ekkert erindi á Alþingi.

Það skiptir ekki máli úr þessu hvort sá dæmdi verði þvingaður til að hætta framboði eða ekki. Eftir stendur að forysta Sjálfstæðisflokksins afhjúpaði ófyrirgefanlegt dómgreindarleysi og sýndi heiðvirðari hluta flokksins dæmalausa óvirðingu með upphafningu hins dæmda. Ég leyfi mér að vorkenna siðaðri meðframbjóðendum hins dæmda og þá ömurlegu stöðu að þurfa stöðugt að bera af honum blak gegn betri vitund.

Spurningin er hvaða kröfur gerir forysta Sjálfstæðsflokksins til frambjóðenda sinna sem fara á þing. Hvers vegna á að kjósa mann á þing sem varla nokkur maður myndi treysta í vinnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Beittasti póstur sem ég hef lesið. Frábært, algerlega sammála! Hvaða einkafyrirtæki myndi t.a.m. ráða AJ sem fjármálastjóra?

Ingi Geir Hreinsson, 14.4.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu góður pistill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flottur pistill!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.4.2007 kl. 15:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband