Dagastrekkjari úr BYKO - Föstudagurinn laaaaangi

Það var boðið upp á kvikmyndaveislu í gær. Sóttar voru fjórar nýlegar myndir á leiguna. Til að dagurinn yrði nógu langur var föstudagurinn langi settur í dagastrekkjara frá BYKO og svo var horft á bíómyndir fram á nóttina.

  • The Devil wears Prada: Of lítið efni til að bera uppi kvikmynd. Meryl Streep er samt alltaf áhugaverð leikkona og hún vinnur vel úr lélegum efnivið. Það er bara ekki nóg. (*)
  • The Queen: Áhugaverð mynd um vikuna eftir dauða Díönu prinsessu. Helen Mirren er afar sannfærandi í hlutverki drottningarinnar. (***)
  • Casino Royale: Örugglega í lagi fyrir Bond aðdáendur. Miðkaflinn í myndinni við spilaborðið er nú hreint út leiðinlegur. Sumir á heimilinu voru ekki sáttir við nýja Bond-inn. (**)
  • Friends with money: Einhver leiðinlegasta stjörnum prýdda mynd sem ég hef séð. Sagan og handritið tóm flatneskja. Má eiginlega kalla svona must-not-see kvikmynd. Horfið frekar á hár vaxa! ()
Þá er fyrsta kvikmyndagagnrýni mín birt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eina sem ég hef séð af þessu í heild sinni er Bond. Það finnst mér besta Bond-myndin síðan fyrir ´70. Gafst upp á The Queen, því þó svo Mirren sé æðisleg leikkona og frábær í hlutverkinu, þá bara tókst þessari mynd að næstum drepa mig úr einskærum leiðindum á nokkrum mínútum.

Hlakka mikið til að missa af hinum tveimur.

Ingvar Valgeirsson, 7.4.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Svartinaggur

Mér fannst lítið til Casino Royale koma. Ma'r er kannski of mikill fortíðarfíkill, en í mínum huga stendur From Russia with Love ætíð upp úr af Bond-myndunum. Hef í hyggu að sjá The Queen við fyrsta tækifæri.

Svartinaggur, 7.4.2007 kl. 17:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband