"Veistu ekki að góðærið er Davíð og Sjálfstæðisflokknum að þakka!"

Maður verður stundum orðlaus. Líklega er það vegna þess að maður skilur ekki einfaldar staðreyndir um það hvernig þjóðfélag eins og ísland hefur það.

Einhvern tíma þegar ég ræddi við mann um pólitík, taldi ég upp fyrir hann listann sem er í færslunni hér á eftir. Hann reiddist, stappaði niður fæti, horfði á mig fast og sagði "Veistu ekki að góðærið er Davíð og Sjálfstæðisflokknum að þakka!" Ég hélt í fyrstu að maðurinn hlyti að vera að grínast, svo reyndist ekki vera.

Á svona helgum degi kristinna manna ætti maður að skilja hvers vegna prestar biðja guð um að blessa ríkisstjórnina í messunum sem þeir flytja. Allt það góða sem við upplifum er nefnilega Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að þakka. Verði þeir blessaðir! (Helst eftir næstu kosningar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Ágæt athugsemd Haukur. Mitt viðhorf hefur verið það að Davíð og margir fleiri hafi átt ÞÁTT í efnahagslegum uppgangi sem verið hefur á Íslandi um árabil. Davíð var í stafni skútunnar þegar fjölmargar ákvarðanir voru teknar og lög sett sem gerðu efnahagslífinu kleift að blómstra og dafna. Hann var réttur maðurinn til verksins, þekkti sinn vitjunartíma segja sumir, sama hvert frumkvæði hans var eða samstarfsmanna hans. Um það verður ekki deilt enda taka margir undir þetta viðhorf, m.a. með að benda á að þeirra menn hafi nú einnig komið að umbreytingunum.

Ég þykist viss um að þú hafir deilt þessari skoðun minni eða svipaðri enda þarf hún ekki að varða upptalninguna á listanum þínum. Eftir sem áður stendur að efnahagsframgangurinn er afleiðing vinnu frumkvöðla, kröftugrar uppbyggingar stóriðju og fjármálstofnana, menntakerfis og framlags margra vinnandi handa. Listinn er langur og ekki má gleyma tiltölulega góðu samstarfi aðila vinnumarkaðarins.

Vertu viss um, að prestar og forystumenn safnaða munu blessa yfirvöld þegar aðrir en Framsókn og Sjallar halda um stjórnvölinn.

Ólafur Als, 6.4.2007 kl. 19:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband