Vinstri græn tóku þátt í þjófnaði úr ríkissjóði

Ég þreytist seint á að benda á þversagnir í framburði þeirra stjórnmálamanna sem halda því fram að nýju lögin um fjármál stjórnmálasamtaka hafi yfir sér eitthvert yfirbragð heiðarleika og ráðdeildar. Þeir ákváðu það eitt í sameiningu að nenna ekki lengur að taka við og fela spillingarfjármagn frá stórfyrirtækjum og ríkum einstaklingum.

Núverandi þingflokkar ákváðu í sameiningu að stela (með lagasetningu) nærri 5 milljónum á hvern einasta þingmann á ári til að tryggja endurkjör þeirra. Þetta er hátt í að vera jafn há upphæði og þeir fá útborgað í laun. Ný framboð fá ekkert og eru auk þess skuldbundin til að þiggja ekki meira en 300.000 krónur frá  hverjum lögaðila.

Það er sniðugt að setja þessar hömlur á ný framboð á sama tíma og þingflokkarnir lögfesta að ríkissjóður brjóti sjálfur þessa meginreglu um 300.000 kallinn þeim sjálfum til handa!


mbl.is Bókhald stjórnmálaflokka á að vera öllum opið að mati VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

VG teljast nú nánast til hryðjuverkamanna með sína stefnu og hörðu sókn að lýðræðinu og mannréttindunum!

Halldór Fannar Kristjánsson, 6.4.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hvaða nýju framboð? Það hafa ekki birst neinir framboðslistar frá nýjum framboðum. Hinsvegar má alveg fallast á að það er ekki réttmætt þegar framboð er löglega komið fram að það fái engan stuðning til framboðs.

Lára Stefánsdóttir, 6.4.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára, þú misskilur mig. Ríkið á ekki að styrkja nein stjórnmálasamtök.

Haukur Nikulásson, 6.4.2007 kl. 14:03

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það sem þingmenn virðast kunna best er að skara eld að eigin köku. Þar er þeim enginn fremri. Síðan þarf auðvitað að setja samkeppnishöft á nýja flokka sem gætu svift þá forréttindunum og komið þeim út af þægilegasta vinnustað landsins.

Ingi Geir Hreinsson, 6.4.2007 kl. 15:32

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Alþingi eins og ég þekki það er ekki þægilegasti vinnustaður landsins en það er líklega eitt af því sem fólk vill ekki heyra. Auðvitað eru til þar menn sem mættu vera duglegri í vinnunni en þeir eru tiltölulega fáir og fólk hefur það í hendi sér að láta þá fara. Mér finnst sjálfri að þar mætti skipulag vinnutíma vera betra, skipulag á störfunum ljósara lengra fram í tímann og láta þingið frekar starfa lengur og hafa þá meira svigrúm til að vinna heima í kjördæminu á meðan þingið starfar frekar en að taka þetta í skorpum ég held að vinnubrögðin yrðu markvissari.

Lára Stefánsdóttir, 6.4.2007 kl. 21:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband