Hin svarta framtíðarsýn - Hvað gerist ef bankarnir tapa?

Flestum finnst sem íslendingar séu líklega að upplifa besta skeið Íslandssögunnar og það er trúlega bara rétt svo langt sem það nær. Flestar tölulegar upplýsingar sem þjóðhagfræðingar bera á borð fyrir okkur styðja þessar almennu ályktanir.

En þetta er bara ekki svona einfalt. Mér finnst að við nánari skoðun á því hvernig efnahagslífið hefur farið á flug að þá sýnist mér það nánast alfarið komið til vegna einkavæðingar bankanna, sem sumir kalla einkavinavæðingu. Vegna fyrri stöðu sem ríkisbankar og ríkisábyrgðar gátu bankarnir komist í allt það lánsfé erlendis sem þeir kærðu sig um. Og þeir sannarlega kærðu sig um það. Bankar hafa bara eitt markmið og það er að græða. Þeim er lítt sama hvernig það gerist svo lengi að það bara gerist.

Stóru lánin sem bankarnir tóku var sett í umferð í formi húsnæðislána og annarra fjárfestingarlána. Bankarnir yfirbuðu íbúðalánasjóð og settu hann nánast til hliðar með samkeppni sinni. Þetta stórkostlega offramboð á lánsfé er nánast eina ástæðan fyrir því að fasteignaverð hefur a.m.k. tvöfaldast í verði á undanförnum árum. Þetta hefur líka haft áhrif á afleiddar greinar sem þenjast út í mismunandi sterkum takti við fasteignasprengjuna.

Bankarnir hafa grætt vel undanfarin ár og það er að sjálfsögðu jákvætt fyrir þá og eigendur þeirra. Hins vegar er undirstaðan veikburða. Bankarnir eiga gríðarlegar eignir, en þeir skulda líka að sama skapi gríðarlega. Eiginfjárstaða þeirra var um síðustu áramót undir 10% ef taka má mark á því að þeir hafi átt 8500 milljarða í eignum en skuldað 7900 milljarða á sama tíma.

Stærstur hluti útlána bankanna eru fjárfestingalán. Íbúðalánin til íslendinga vega þungt en ekki síður ævintýri þeirra með útrásarfyrirtækjum í útlöndum. Þeir hafa fjárfest í hlutabréfum útrásarfyrirtækjanna sem fjárfesta áfram til að ná völdum í grónum erlendum fyrirtækjum. Einhver tjáði mér að í hópi þessara íslensku fjármálasnillinga væri nóg að eiga 10% þá lánuðu bankarnir hin 90% til áhættufjárfestinga erlendis ef þeim líst á verkefnin. Það má öllum vera ljóst að til þess að græða jafn vel og raun ber vitni þarf að taka áhættu. Ef þetta væri á allra færi myndi a.m.k. annar hver íslendingur leika sama leikinn. Bjartsýni á þessu sviði er með þeim hætti að hlutabréfavísitölur á Íslandi eru á svo mikilli uppleið síðustu ár að þær eru ekki lengur trúverðugar. Undirstaðan undir þessu öllu er óhófleg skuldasöfnun og eyðsla á framtíðartekjum.

Nú komum við að spurningunni í fyrirsögninni. Hvað gerist ef það kemur verðfall á hlutabréfum eins og svo oft hefur gerst áður? Munið þið t.d. þegar NASDAQ vísitalan fór úr rúmum 5000 stigum niður í 1300 fyrir 5-6 árum? Ef slíkt hendir aftur þá tel ég að íslendingar tapi nánast öllum þjóðarauði sínum og ég skal skýra hvers vegna.

Við svona fall hlutabréfa, falla eignir bankanna í verði, þeirra hlutabréf í öðrum fyrirtækjum sem og skuldbréfaeignir hjá útrásarhetjunum. Þeir hætta þá á sama tíma að standa undir sambankalánunum frá erlendu stórbönkunum. Þeir verða þó ekki látnir fara á hausinn heldur verða þeir yfirteknir af lánadrottnum sínum. Þar með verður íslenska þjóðin hugsanlega á örfáum árum búin að henda íslensku bankakerfi út af borðinu og situr eftir með ekkert í þeim efnum nema hugsanlega sparisjóðina, hafi þeir ekki þá þegar verið einkavæddir og formbreytt í samræmi við hinar fjármálastofnanirnar.

Áður en þetta gerist eru líkur á búið verði að einkavæða Landsvirkjun og orkufyrirtækin þannig að þau verði í eigu bankanna. Þeir eru þegar farnir að seilast í þessa veru og hafa lýst áhuga sínum á þátttöku í þessari einkavæðingu, engum þarf að dyljast það. Á sama tíma eru bankarnir með tangarhald á fiskikvótanum hjá útvegsmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn mun á næsta kjörtímabili sjá til þess að einkavæðing orkufyrirtækjanna og fiskveiðiauðlindinni gangi eftir. Geir Haarde hefur nægilega oft lýst áhuga sínum opinberlega í þessa veru til að nokkur þurfi að efast um það. 

Skv. ofansögðu má því lesa úr þessu að erlendir stórbankar geti á einu bretti, við óheppilegt verðfall erlendra hlutabréfamarkaða, eignast allt sem máli skiptir á Íslandi: Banka og fjármálastofnanir, Landsvirkjun, orkufyrirtækin og fiskimiðin. Ég tel því raunverulega hættu að íslendingar tapi sjálfstæði sínu í ævintýri íslensku fjármálasnillinganna með hjálp óhæfra stjórnmálamanna.

Vill einhver segja mér hvað við ætlum þá að eiga eftir? Er rétt að við grípum í taumana áður en þessi hætta verði raunverulegri? Er ofangreind og svört framtíðarsýn ólíklegri en að það geti aftur gosið í byggð?

Í stuttri nánustu framtíð er úrvalsveður þennan föstudag langa og því fyrirtak að njóta dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband