Félagaskrá Sjálfstæðisflokksins er stærsta flokkslygin!

Þann 17. desember s.l. sendi ég framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins formlega úrsögn mína úr flokknum.

Í gær horfði ég að boð Sjálfstæðisflokksins um að mæta á setningu landsfundar og hef því fengið endanlega staðfestingu á því sem ég hef talið mig vita í mörg ár að félagaskrá þessa flokks er ein risastór sjálfsblekking.

Staðreyndin er nefnilega sú að mjög fáir greiða raunverulegt félagsgjald til flokksins og nöfnin eru fengin í skrána með því að starfandi félagar skrá samviskusamlega niður alla þá sem hugsanlega kjósa flokkinn. Ég tók sjálfur þátt í þessu starfi á síðustu öld. Sjálfur hef ég aldrei greitt félagsgjald en fengið flokksfréttir og ýmislegt sent þrátt fyrir það og verið lengi titlaður fulltrúaráðsmeðlimur óumbeðið.

Félagaskrá Sjálfstæðisflokksins sem slík er lygi. Það sem er rétt, er að skráin þeirra er listi yfir mögulega stuðningsmenn í kosningum og ekkert meira.

Mér þætti rétt að einhver á flokksskrifstofunni staðfesti með athugasemd hér að ég hafi verið strikaður út af skránni. Það tókst greinilega ekki að gera það með beinum tölvupósti til framkvæmdastjóra flokksins, sem trúlega er of upptekin við að telja kosningastyrkinn frá ríkissjóði til að sinna svona mjálmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, mér skilst að þeir séu langt í frá þeir einu sem stundi þessa iðju. Félagi minn var skráður í Samfylkinguna og gott ef hann kaus ekki á síðasta flokksþingi, þrátt fyrir að vera ekki á landinu og hafa aldrei kosið nokkurn skapaðan hlut.

Ingvar Valgeirsson, 4.4.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ertu að segja að þetta sé eins og að fá kynsjúkdóm, það þurfi einhvers konar inngrip og meðferð til þess að ná sér?

Ingi Geir Hreinsson, 4.4.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nei, Ingi, verum nú aðeins hófsamari í orðavali en þetta. Líklega er þetta bara tregða við að sinna því smáatriði að finna nafnið mitt í skránni og ýta á DELETE.

Haukur Nikulásson, 4.4.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvað áttu við Þrymur? Gáð að hverju?

Haukur Nikulásson, 4.4.2007 kl. 22:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Amma mín skráði mig í kvenfélag Sjálfstæðiskvenna fyrir um.,b, 50 árum, ég er ennþá að fá bréf um að mála Valhöll og svoleiðis.   Ætli hún fái ekki bréf líka upp í himininn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég bara spurði, eins og mér einum er lagið. Ég fullyrti ekki neitt, bara lagði út frá þínum orðum.

Ingi Geir Hreinsson, 5.4.2007 kl. 09:24

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er í góðu lagi Ingi. Ég er búinn að skoða bloggsíðuna þína og sé hvernig stíllinn er. Ekki breyta neinu þar um!

Haukur Nikulásson, 6.4.2007 kl. 09:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband