Grátið á Spáni - Aðeins á undan okkur í sjálfstæðismissinum

Á meðan ég var á Tenerife var aðeins ein sjónvarpsrás á ensku á hótelsjónvarpinu. Hún var BBC World og svo þurr að maður fann eiginlega bara eyðimerkurkeim af henni.

Ein frétt vakti þó athygli mína og það var að spánverjar voru að reyna að koma í veg fyrir yfirtöku eins stærsta orkufyrirtækis Spánar af hendi þýsks orkurisa. Spánverjarnir höfðu víst sett ein 19-20 ströng skilyrði fyrir yfirtökunni og þeir þýsku svöruðu bara með því að kæra málið til dómstóls ESB. Og þar þóttust menn sjá að yfirtakan yrði dæmd þeim þýsku í vil.

Mér finnst ég sjá þarna fyrirboðann að einkavæðingu Landsvirkjunar og orkufyrirtækjanna íslensku. Það verður að veruleika á næsta kjörtímabili ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram við völd. Þessi flokkur er nefnilega að snúast upp í það að vera í sérstöku kappi við að standa ALLS EKKI undir nafni. Þegar fjármálastofnanirnar verða búnar að eignast orkufyrirtækin og fiskinn í sjónum koma bara ennþá stærri erlend fjármálafyrirtæki og kaupa allt saman, og þar með sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Hvað halda íslendingar (og þá sérstaklega hinir hugsandi Sjálfstæðismenn) að við eigum þá eftir? Bjarta framtíð sem leiguliðar erlendra stórfyrirtækja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert eins og gömull skapill kerling, sem sest við spunarokkinn með einhverja vonda sögu og reynir að heimfæra hana upp á einhvern sem þér er illa við.    Hvernig væri að þú hugsaðir jákvætt og segðir okkur hvernig þú vildir haga málum, hvort sem það felur í sér trú þína á ríkisrekstri eða einhverju öðru.   Gæti það t.d. hugsast að við settum á stofn auðlindasjóð líkt og Norðmenn og tækjum arðinn til eigandana með þeim hætti, ekki bara af orkuauðlindum heldur öðrum náttúruauðlindum líka.   Ég ætla ekki mér ekki að klína því á Sjálfstæðismenn eða aðra að þeir vilji einkavæða Landsvirkjun, því það hefur hvergi komið fram hjá þeim, en hins vegar er það mín skoðun að reynslan hafi sýnt það að ríkisrekstur er sjaldnast skilvirkur.   Dæmið um bankana sýnir það kannski ágætlega.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: halkatla

Uh, ég ætlaði að skamma þig fyrir að gera mig þunglynda fyrir svefninn, en í staðinn ætla ég bara að vera ósammála honum Sigurði J fyrir ofan mig, mér finnst þessi áminning um sjálfstæði þjóðarinnar nefninlega bara töff og einkar viðeigandi...

halkatla, 4.4.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: Ólafur Als

Heldur er nú langt seilst í frösunum, Haukur. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn, svo dæmi sé tekið, mikilvirkasta stjórnmálaaflið gegn aðild að Evrópusambandinu? Eru ekki margir skeleggustu andmælendur þeirrar vegferðar einmitt innan hans? Sem ég segi, umræðan um mögulega einkavæðingu orkufyrirtækja verður ekki leyst með frösum.

Ólafur Als, 4.4.2007 kl. 07:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góðar athugasemdir hjá ykkur.

Sigurður: Þetta er rétt hjá þér. Ég er eins og gömul skapill kerling. Þess vegna er ég að skipta mér af pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn sem ég kaus af fullkominni trúmennsku í 30 ár hefur brugðist öllum helstu stefnumálum sínum og er orðinn einkavinavæðingarflokkur af verstu sort. Og það sem er verra, hann er steinhættur að fela nokkurn skapaðan hlut í því sambandi. Geir Haarde HEFUR lýst því yfir að hann telji rétt að einkavæða Landsvirkjun. Fáðu hann bara til að mótmæla því.

Anna Karen: Takk fyrir að skemma ekki svefninn minn með skömmunum. Ég er bara að reyna að fá fólk til að hugsa um þessi mál.

Ólafur: Sjálfstæðisflokkurinn má alveg eiga að hann er á móti ESB aðild eins og ég. Hann verður ekki 100% vondur þó ég vilji ekki lengur kjósa hann og telji á rangri leið. Hins vegar er einkavinavæðing orkufyrirtækja og fiskimiða raunveruleg hætta og það er of seint að sjá eftir þessu EFTIR kosningar. Því miður þarf ég að lofa því að ég muni nota áfram frasana til að vekja fleiri til umhugsunar en ykkur. Viðlagið verður þess vegna endurtekið eins oft og ég tel þurfa! 

Haukur Nikulásson, 4.4.2007 kl. 08:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband