Skjótum gamla fólkið!

Flestir íslendingar virðast hafa fallist á að trúa því að við séum orðin ein ríkasta þjóð Evrópu og þar með heimsins. Þvílíkt lán!

Þrátt fyrir það eru margir sem álíta að til sé alltof mikið af fátæku gömlu fólki sem hímir allt að fimm saman inni á herbergjum elliheimilanna og þetta lið þekkist ekki og er ekki einu sinni skylt. Mér finnst stundum að umræðan sé á þann veg að jafnvel refsifangar fái betri aðbúnað en gamalt fólk á Íslandi, hvað þá öryrkjar og geðfatlaðir. Refsifangarnir fái þó allavega sér herbergi þótt lokað sé, heilsugæslu, tannhirðu, menntun og jafnvel vinnu ef svo ber undir.

Það er náttúrúlega hægt að skjóta bara þetta gamla fólk ef það er orðið svona mikið fyrir okkur. Sumum þeirra væri líklega bara greiði gerður með því. Í alvöru talað þá þarf að taka ákvörðun um að samfélagið ætli að virða líf og starf þessa fólks. Það voru nefnilega ekki allir jafn lánssamir í fjármálum sínum og þurfa aðstoð. Öryrkjar hafa hefðbundið átt jafnvel enn minni möguleika en aldraðir til auðsöfnunar!

Nýleg könnun segir að íslendingar séu í 6. sæti í heiminum í lífsgæðum. Á sama tíma eru aldraðir taldir á svipaðan mælikvarða í 20. sæti. Til að ná þeim upp í sama sæti og almenningur þurfa kjör þeirra að batna um 50%.

Framboð Baráttusamtakanna er að taka á sig mynd. Flokkurinn verður væntanlega hluti af því dæmi ef allt gengur eftir ásamt Baráttusamtökum eldri borgara og öryrkja og Höfuðborgarsamtökunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Haukur,

Í bíómynd, sem er komin til ára sinna, var spurt: They shoot horses, don´t they? Ekki alveg sama þema, en var ekki einnig sungið um að koma öllum fyrir í kössum, öllum eins? Fyrir all löngu hættu menn að berjast gegn þessari þróun; að koma eldri borgurum fyrir í kössum; velferðarkössum. Sú hugmyndafræði var um sumt sótt til velferðarsamfélaga Skandinavíu en til viðbótar má nefna það sem við köllum stundum firringu samtímans og birtist í því að sópa "gamla liðinu" og áhyggjunum á elliheimili. Hér er ekki gert lítið úr frumkvöðlastarfi Gísla á Grund, né DAS eða annarra en þar var um að ræða aðstoð við þá sem ekki höfðu í annað skjól að venda. Besta ráðið hlýtur að vera að gera fólki kleyft að vera heima hjá sér lengur en buddan og (slæm) samviskan hefur leyft hingað til.

Ólafur Als, 3.4.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ömurleg og andmannvæn þróun..skömm að því að fara svona með fólkið okkar. Ekki hlakka ég til að verða gömul í landi sem hendir þeim sem á undan komu á elliheimilishauga

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við erum að sumu leyti komin í vonda stöðu. Tengsl fjölskyldna verða sífellt minni. Maður finnur sjálfur fyrir þeirri sektarkennd sem fylgir því að finnast maður sinna fjölskyldu sinni of lítið, vitandi þó að þetta er samt alveg gagnkvæmt í flestum tilvikum.

Það er viss eftirsjá í þeirri mynd sem dregin var upp af eldri kynslóðum. Afar og ömmur voru inn á heimilum og sáu um börnin. Foreldrarnir sáu síðan um gamla fólkið þegar það gerðist ellihrumt. Fólk dó gjarnan heima hjá sér. Með þessu voru tengslin meiri. Fólk kynntist lífi og dauða af meiri nálægð en nú er. Þessi veröld er flestum hulin í dag, þessir lifnaðarhættir koma ekki aftur.

Haukur Nikulásson, 3.4.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.

Þú ert ansi beinskeittur í þessari lýsingu.  Mér líkar það vel.

Ég "stal" hluta greinarinnar og benti jafnframt á greinina og umræðuna hjá þér.

Sorrí, en ég mátti til.

F.S.

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn., 14.4.2007 kl. 03:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband