Meirihlutinn ræður - hvort sem það er vit eða ekki

Mér finnst niðurstaða kosninganna í Hafnarfirði eiginlega bara dapurleg. Hún var nefnilega engin. Það vann enginn þessar kosningar hvort sem fólk vildi stækkun álversins eða ekki. Nýr meirihluti bæjarfélagsins getur nefnilega tekið aðra ákvörðun um málið strax á næsta kjörtímabili. Það er ekkert sem hindrar það í sjálfu sér fari nýjar sveitarstjórnarkosningar þannig. Við búum við þannig stjórnarfar að ÖLL lög og ALLAR samþykktir má endurskoða.

Ég er reyndar á þeirri skoðun að ekki verði hjá því komist að venjulegt nútíma samfélag þurfi blöndu iðn- og atvinnugreina til að þrífast. Það þýðir að stóriðja er hluti af dæminu. Spurningin er bara sú hvort það sé ekki að verða þjóðareinkenni íslendinga að vera í ALLT-eða-EKKERT-málum. Við þurfum ekki að skoða annað en loðdýrarækt og fiskeldi í nýlegri fyrnd til að sjá að stundum höfum við verið of kappsöm í tilraunastarfsemi sem mátti gjarnan vera í smærri mæli til að byrja með, svona rétt til að komast að því hvort viðkomandi atvinnustarfsemi bæri sig eða ekki. Nei þetta varð að vera allt eða ekkert.

Meirihluti kjósenda ræður. Skiptir hér engu máli hvort þessi meirihluti hefur ekki vit á málinu eða ekki. Við höfum samþykkt svona leikreglur. Stundum má spyrja sig hvort kjósendur eigi að fá að kjósa um mál eða ekki. Ef við þyrftum á alvarlegri aðgerð að halda heilsunnar vegna þætti okkur ekkert sniðugt að leggja slíkt mál undir einhverjar almennar kosningar. Þó að þetta sé kannski ekki besti samanburðurinn er punkturinn sá að kjósendur vita stundum nánast ekkert um hvað er kosið, en ráða samt úrslitum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Má ekki lika snúa þessu við og aðrir en við T.D Alþingismenn eða Bæjaraðsmenn hafi ekkert vitá á hlutunum sem þeir eru að fjalla um /þetta um meirihluta er tekið mark á hinu háa  Alþingi þó naumt se/Velkjomin til Landssins / Kveðja/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.4.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já.....ég velti því stundum fyrir mér..hversu lýðræðið getur veri að virka réttilega og með bestu hugsanlegu útkomu í huga...þegar ég heyri á hvaða forsendum sumir kjósa. Og er ekki vissum að sumir ættu að kjósa um sum mál..þar sem þekking á viðfangsefninu og yfirsýn er næsta lítil eða engin í sumum tilfellum. Og það er ekkert endilega bara bundið við hinn alemnna kjósanda...má jafnvel sjá d´mi um slíkt hjá háttvirtum alþingismönnum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Svartinaggur

Þetta er eflaust rétt hjá þér að megnið af Hafnfirðingum hefur lítið sem ekkert vit á því sem kosið var um. Einnig er ég sammála Haraldi um að sennilega hafa bæjarráðsmenn og alþingismenn nánast ekkert vit á þeim hlutum sem fjallað er um hverju sinni. Sjálfur er ég sannfærður um að fæstir kjósendur hafi sjaldnast nokkurt vit á frambjóðendum til Alþingis eða sveitastjórna, þegar gengið er til kosninga.

Hvar endar þetta? Verðum við ekki bara að leggja niður lýðræðið og taka upp einræði fyrst svona er komið fyrir okkur?

Svartinaggur, 3.4.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þið eruð öll með þetta rétt metið. Við erum í þeirri stöðu að hugleiða menntað einræði að tillögu Svartanaggs. Býður sig einhver fram?

Haukur Nikulásson, 4.4.2007 kl. 00:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband