Eru öll ný framboðsmál andvana fædd?

Ég hef ekki dregið dul á það að vilja sjá nýtt framboð jafnaðarmanna verða að veruleika. Til þess stofnuðum við félagarnir Flokkinn.

Hann er samt ekki stofnaður án jarðsambands. Við félagarnir eigum enga frægðarsögu sem gerir okkur kleift að sópa til okkar atkvæðum vegna fyrri afreka. Ég er t.d. bara venjulegur maður, tel mig þokkalega vel gerðan, þokkalega heilsuhraustan bæði líkamlega og andlega, vel meinandi, lausan við græðgi, sæmilega máli farinn og með mörg og heilbrigð áhugamál. Eitt af þeim hafa verið stjórnmál, lengst af sem áhorfanda og hlustanda en í seinni tíð talsvert virkari með tilkomu þessarar bloggsíðu.

Til þess að fá líf í þetta pólitíska vafstur leitaði ég eftir og hvatti fólk til að bjóða sig fram. Mest langaði mig að sjá Jón Baldvin Hannibalsson koma aftur og blása nýju lífi í jafnaðarmennskuna á Íslandi. Hann hefur reynslu, gáfur, mælsku og drifkraft. Það bara dugir ekki. Af persónulegum ástæðum er honum þetta ekki mögulegt og það eru aðstæður sem ber að virða. Ástæðurnar eru ekki þær að hann sé 68 ára og því gamall og þreyttur, langt í frá.

Einnig vildi ég sjá Ómar Ragnarsson í framboði, ég hef hins vegar alltaf talið að hann sé ekki verkstjóratýpan þótt hann sé á sinn óviðjafnanlega hátt "brilliant" hæfileikamaður á ótal sviðum. Margrét Sverrisdóttir virðist hafa gleypt hann, en á þessari stundu virðist eitthvað standa í þeim að koma fram á sviðið. Í öllu þeirra samráði hafa þau ekki ljáð máls á því að breikka grundvöllinn með aðild annarra eins og hópi aldraðra, öryrkja, höfuðborgarsamtökunum, félögum úr Þjóðarhreyfingunni auk minna félaga. Sameining þessara afla með Jón Baldvin í brúnni hefði getað gert þetta að alvöru stjórnmálaafli. Þessum væntingum er núna óþarft að halda á lofti. Það verður ekki.

Ég sé fyrir mér að um nánustu framtíð komi ekkert nýtt framboð ef það gerist ekki núna. Ástæðan er sú að núverandi þingflokkar eru búnir að tryggja fjárhagslega framtíð sína með því að láta greipar sópa um ríkissjóð til að styrkja kosningabaráttu sína. Það sem verra er, öllum virðist sama um svona lagasetningu sem í mínum huga er bara lögfestur þjófnaður.

Það er orðið nóg af flokkum fyrir alls kyns öfgahópa á mörgum sviðum. Sjálfstæðisflokknum er stjórnað af spillingaröflum sem ætla blákalt að selja einkaaðilum fiskinn í sjónum og orkufyrirtæki landsins. Framsóknarflokkurinn er bara lítið númer af íhaldinu með hærri spillingarstuðul. Vinstri grænir og Samfylkingin eru öfgafullir femínistaflokkar. Vinstri grænir eru forræðisflokkur sem vill leiða þá sem vilja ekkert gera af viti í atvinnumálum. Síðan höfum við Frjálslynda flokkinn sem er nánast á engum tíma orðinn að rasistaflokki og frambjóðendur tala ekki um annað (m.a.s. af fyrra bragði) hvað allir eru vondir við þá útaf útlendingaumræðunni.

Þörfin fyrir nýjan hófsaman jafnaðarmannaflokk er samt ennþá fyrir hendi. Vandinn er hins vegar sá að fólk þorir ekki að bjóða sig fram. Hrætt við að verða að atlægi vegna svona pólitískrar sérlundunar. Hrætt við að verða útskúfað frá viðskiptahagsmunum vegna stjórnmálaafskipta. Jafnvel hrætt við að vinir og kunningjar útskúfi þeim fyrir þennan hálfvitahátt. Hrætt við að svona afskipti verði þeim til fjárhagslegs tjóns. Hrætt við að leggja á sig einhverja vinnu. Stærsta ástæðan er samt pólitískt sinnuleysi, það nennir þessu bara ekki.

Hvar er hugrekkið og dugurinn núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kæri Haukur, það er gott að geta setið i dómarasætinu og úthúðað öllum öðrum. Það þarf hinsvegar bæði kjark og þor til að bjóða sig framm,einhvað sem þig og þína félaga greinilega vantar . Að öðru leiti get ég tekið undir ýmislekt í þessari grein   varðandi suma flokka.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg, ég er ekkert feiminn við að bjóða mig fram. Ég þarf meira en framboð, ég þarf EFTIRSPURN. Ég er ekkert að úthúða hinum sérstaklega. Ef ég teldi að þessir flokkar virkuðu fyrir mig hefði ég bara gengið í einhvern þeirra. Ég fór sérstaklega úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára stuðning. Hinir flokkarnir eru bara ekki að meika það, eins og krakkarnir segja.

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 11:51

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er bara einn flokkur sem vill taka á kvótakerfinu.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg, þetta er meira en kvótakerfið. Þar get ég verið sammála þér. En þetta snýst ekkert um eitthvert eitt mál. Mér líka ekki útendingamál Frjálslyndra. Mér líkar ekki ESB daður og sjálfstæðisafsal Samfylkingarinnar, mér líkar ekki forræðishyggja vinstri-grænna og  öfgafemínismi og svo er eiginlega bara best að þegja um ókosti Framsóknarmanna. Ég er heldur ekki tilbúinn að leggja af skilyrðislaust allt sem heitir stóriðja.  Það vantar bara þessa alhliða hófsömu jafnaðarblöndu í pólitíkina.

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mikið er ég sammála þér varðandi ríkisstyrkingu stjórnmálaflokkanna. En þetta studdu jú ALLIR flokkarnir. Þetta gerir flokkum erfitt um vik að safna fé hjá stuðningsaðilum, en gerir hinum ríkari auðveldara að koma fram með nýtt framboð heldur en okkur meðaljónunum.

Hinsvegar verður að fara feykivarlega í að breyta kvótakerfinu, vilji menn á annað borð fara þá leið. Ef breytingar verða of hraðar og af einhverju offorsi þá er hætt við að útgerðir fljúgi á höfuðið - þær efnaminni fyrst. Ekki væri það gott fyrir útálandiliðið.

Eins og maðurinn sagði - öfgafullt offors er best með forsjá.

Ingvar Valgeirsson, 20.3.2007 kl. 13:21

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ein spurning Haukur og svo skal ég segja þér hvar í flokki þú átt heima: Frjálslyndi flokkurinn hefur það á sinni stefnuskrá, að vilja hefta ótakmarkað flæði erlends vinnuafls til landsins, miðað við reynslu annara landa, þá er ljóst, að ef ekki verði tekið á þessum málum strax, þá geti þetta orðið eitt stæðsta vandamál okkar í framtíðini. Fyrir mitt leyti, þá finnst mér mál innflytenda snúast um að hjálpa fólki, sem vill hingað koma. Kenna því málið okkar, sem og lög og reglur okkar. Ég ber mikla virðigu fyrir fólki, sem  leggur það á sig að rífa sig upp og flytja til lands, þar sem það kann ekki einu sinni tungumálið. Ég vill ekki, að allir geti komið óheft, því eins og við vitum, þá eru svartir sauðir í hverjum hóp. Svo spurningin til þín, Haukur er, hvernig vilt þú taka á málefnum innflytjanda?

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góð spurning Georg. Ég á ennþá eftir að sjá að þetta sé raunverulegt vandamál. Við erum með samninga gagnvart EES sem heimilar þessa flutninga fólks á milli landa. Hluti af því sem virðist í fyrstu vera innflytjendavandamál er heimatilbúið. Upphaflega orsökin er einkavæðing bankanna sem hófu að dæla út lánsfé sem fengið er með sambankalánum erlendis. Á svipuðum tíma eða síðar fóru í gang framkvæmdir við Kárahnjúka. Íslendingar, sem hefðbundið áttu í vandræðum með að fá lán tóku þau eins og þeim væri borgað fyrir. Í kjölfarið hækkaði verð á húseignum vegna aukins fjár í umferð og menn hófu líka stórkostlegar byggingaframkvæmdir. Allt þetta fór af stað í landi þar sem ekkert atvinnuleysi var að kalla. Til að framkvæma allt sem lánsóða þjóðin vildi hefur þurft að flytja inn vinnuafl erlendis frá. Þetta er að stærstum hluta fólkið sem Frjálslyndi flokkurinn er hræddur við. Þegar, og ef, dregur úr framkvæmdum mun mjög stór hluti þessa fólks hverfa til síns heima. Margt af því er á vegum starfsmannaleigna sem gerir það að verkum að það getur ekki komist á atvinnuleysisbætur hér þegar verkefnin þrjóta. Það virðist því mjög líklegt að stór hluti "vandamálsins" ykkar leysist þegar dregur úr þenslunni. Á meðan við erum með gagnkvæma samninga um atvinnumál vegna EES samningsins ber okkur bara að virða hann. Ég er af þessum sökum ekki alveg sammála ykkur að að hér sé "innflytjendavandamál" á ferðinni eins og þið í Frjálslynda flokknum haldið fram. A.m.k. ekki til að missa svefn yfir því ennþá, og enn síður til að láta það ráða hvernig maður kýs í næstu kosningum. Afsakaðu lengd svarsins Georg, en þú spurðir um hlut sem ekki verður kastað til höndum við að svara

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 14:46

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gleymdi þeirri sjálfsögðu þeirri staðhæfingu að ég ætlast til að útlendingar sem hér vilja búa aðlagist okkur eins og við þurfum sjálfir að gera erlendis. That goes without saying...

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 14:55

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Haukur ef þú lest aftur það sem ég skrifaði  þá stendur, Gæti orðið vandamál í framtíðinni. Ég hef stundum rætt málefni innflYtjennda við kunníngja fólk mitt sem kemur alla leið frá Kína . Þetta fólk hefur upplifað margvíslegar hörmungar í sínu landi, en það sem mér finst merkilegast er þegar við ræum málefni innflytjennda þá segja þau alltaf, þið verðið að taka á þessum málum strax ef þið bíðið of lengi verður það of seint. Ég vil taka það skyrt framm að stefna Frjálslynda Flokksinns  í innflytjennda málum er ekki aðal ástæða fyrir stuðningi mínum við flokkinn, þetta er hinsvegar mál sem þarf að ræða. Það er of seint að birgja brunnin eftir að barnið er dottið ofaní. Haukur miðað við þitt svar þá held ég að kanski eigirðu bara best heima í þínum gamla flokki.  Gangi þér vel. 

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 15:46

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skil afstöðu þína Georg. Þetta er stundum eins og ágreiningur um það hvort þú eigir að kaupa tryggingar eða ekki. Stundum reynir á þær og stundum ekki. Svipað finnst mér t.d. um varnarmálin. Ég er orðinn afhuga því að óska eftir sérstökum vörnum af því að ég veit ekki alveg hver ætti að vera óvinurinn núna (þó starfaði ég hjá varnarliðinu á sínum tíma).

Hvað við kjósum er huglætt mat á hverjum tíma og við eigum rétt á því. Þó við séum ósammála um þetta tiltekna atriði þá máttu vita að ég kann prýðilega við að eiga skoðanaskipti við þig. Takk fyrir að deila þinni. Minn gamli flokkur fær hins vegar ekki atkvæði mitt næst.

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 16:26

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

PS,Haukur ÞÚ ERT AÐ SJÁLFSÖGÐU VELKOMINN TIL OKKAR.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 18:04

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bæði Vinstri-græn og Samfylkingin gera kröfur um jafna kynjaskiptingu í stjórnmálum. Þetta er öfgastefna vegna þess að ég tel að tefla eigi fólki fram vegna hæfileika til verksins fremur en kynferðis. Krafan um jafnrétti getur allt eins verið um jafnan rétt vegna aldurs, þjóðfélagsstöðu, efnahags, hæðar, styrkleika, greindarvísitölu, fötlunar og fleiri atriða sem hægt er að færa rök fyrir að eigi að jafna inn á framboðslista jafnvel frekar en kynferðis.

Ég tel að búið sé að veita konum fullan rétt skv. lögum og jafnvel meiri en karlmanna í sumum tilvikum. Konur verði síðan að vinna úr því.

Ég viðurkenni að ég er á skjön við útbreidda og vinsæla pólitíska rétthugsun. Ég kemst því miður ekki fram hjá því að aðalástæðan fyrir misrétti í gegnum tíðina er líffræðilegi munurinn á konum og körlum. Karlar eru kappsamari frá náttúrunnar hendi og því verður ekki breytt nema einhver finni upp "kappsemislyf" handa konum.

Dúa, ég get því miður ekki frekar en aðrir gert betur en að styðja fullt jafnrétti karla og kvenna skv. lögum. Mér finnst hins vegar miður að sumar konur afneiti líffræðilega hluta málsins og reyni að arga hann til hliðar eins og hann sé ekki fyrir hendi.

Dúa hér eru spurningar til þín sem ég hef áður borið fram án þess að fá svar við hliðstæða umræðu:

Af hverju berja karlar konurnar sínar fremur en öfugt? Af hverju eru fangelsin full af körlum en ekki konum? Af hverju verða karlmenn frekar skákmeistarar og vísindamenn? Af hverju eru svona fáar stelpur í Gettu betur?

Ég vil láta það frá mér svo ekki fari á milli mála. Ég virði og dái konur og hæfileika þeirra. Ég bý með einni slíkri. Hún kallar mig "karlrembu", en vill hvergi annars staðar vera! 

Haukur Nikulásson, 21.3.2007 kl. 08:52

13 Smámynd: Svartinaggur

Sammála síðasta ræðumanni. Held ég eigi barasta heima í flokknum. Svo eru þessir feministar að gagnrýna karlrembur, sem eru þó ekki það versta. Það sem er verra en karlrembusvín er kona sem hlýðir ekki manninum sínum!

Svartinaggur, 21.3.2007 kl. 09:40

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haukur hvað finnst þér þá um að þegar opnaðust dyrnar til Evrópu þá lokuðust á sama tíma dyrnar til Asíu og Ameríku.  Í dag er ekki sjens fyrir fólk frá Thailandi, Filipseyjum og öðrum asíulöndum, nema ef til vill Kína, að koma hingað til lands og vinna.  Og það er afskaplega erfitt að koma hingað í heimsókn til ættingja ef þú býrð í þessum löndum. Eins og sést hér http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/151339/

Er þetta þá ásættanlegt ? Ég bara spyr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:13

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dúa: Þetta er heiðarleg tilraun til svars. Mitt svar er innbyggð árásarhneigð við öllum spurningunum. Karlmenn setja árásarhneigðina nefnilega bæði í neikvæðan og jákvæðan farveg eftir atvikum. Því miður eru of margir karlar með neikvæða útrás og lenda þess vegna í vandræðum. (Við hinir fáum útrás fyrir árásarhneigð í íþróttum!)

Ásthildur: Nei. Við eigum að vingast jafnt við ALLAR þjóðir. 

Haukur Nikulásson, 21.3.2007 kl. 19:13

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mikið er ég sammála þér, Haukur, varðandi öfgafullu femínistana. Kynjakvótakerfi er að mínu viti beint úr pyttum vítis, svo ég taki nú ekki of sterkt til orða. Kynjaskiptingarkrafa, hvar talað er um að svo og svo stór hluti starfsmanna fyrirtækja eigi að vera konur, er hreint fáránleg - tala nú ekki um þegar menn eru að tala um að setja svona kröfur á einkafyrirtæki.

Enn verra er sú krafa, sem gerist æ háværari, að sett verði lög um kynjaskiptingu á þingi. Það er bein atlaga við lýðræði, því með því væri verið að hafa bein áhrif á niðurstöður kosninga. Prófkjör væru marklaus og lýðræðið fótum troðið.

Jákvæð mismunun er bara mismunun, aldrei jákvæð.

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2007 kl. 22:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband