Skyldu íslensk stjórnvöld senda fjölskyldu hans samúðarskeyti?

Endalaust er úðað yfir okkur afleiðingum leiðindanna í Írak.

Nú eru menn að gera því skóna að allt að milljón manns hafi verið drepnir í Írak frá því bandaríkjamenn hófu þar innrásina.

Hvað munar um einn í viðbót? Geir Haarde og Jón Sigurðsson, sem nú eru í kærkomnu fríi frá erfiðum þingstörfum, ættu nú að vera svolítið samúðarfullir og senda skeyti til fjölskyldu varaforsetans ekki satt? Þessi atburðarás er jú með vilja og stuðningi íslenskra yfirvalda. 


mbl.is Fyrrum varaforseti Íraks og samstarfsmaður Saddams Husseins verður hengdur í dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég felli ekki tár vegna þessa manns. Þeir mega hengja hann mín vegna, rétt eins og þeir gerðu við Saddam.

Það hinsvegar pirrar mig allverulega þegar saklaust fólk er drepið, en þessi maður á, eftir því sem ég best fæ séð, ekki heima í þeim hópi.

Ingvar Valgeirsson, 20.3.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, ertu búinn að gleyma því að henging Saddams Hussein olli dauða tuga manna til viðbótar vegna hefndaraðgerða. Hvar viltu að þetta stoppi?

Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef Saddam hefði bara haldið áfram að vera í fangelsi hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að einhver félaga hans næði völdum og hleypti honum út. Svoleiðis gerist í þessum heimshluta. Ég er ekkert viss um að menn hefðu sleppt hryðjuverkum þó svo hann hefði ekki verið látinn hanga. Þeir hefðu fundið aðrar ástæður fyrir að sprengja saklaust fólk í loft upp. Mér sýnist nefnilega terroristar ekki þurfa sérstakar ástæður til að drepa sjálfa sig og aðra í leiðinni. Hatur á einhverjum eða einhverju dugir.

Ingvar Valgeirsson, 20.3.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gleymdi að segja eitt - við ákvörðun refsingar glæpamanna á að sjálfsögðu ekki að vera hræddur við hótanir öfgamanna um aðgerðir í kjölfar dómsins. Svo má aftur lengi og árangurslítið deila um réttmæti dauðarefsinga.

En hryðjuverkum í Írak myndi eflaust fækka talsvert ef hætt yrði að flytja fréttir af þeim. Glæpónarnir sem stunda morð á saklausum borgurum gera það til að komast í fréttir og koma þar með höggi á hersetuliðið.

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er vandrataður vegur Ingvar. Það er líka sitthvað til í því hjá þér að vitleysingarnir espast upp við fréttaflutninginn og það er ekki gott fyrir hina sem vilja þó vera upplýstir um gang mála. Þetta er ekki auðveldur heimur sem við lifum í.

Haukur Nikulásson, 21.3.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei. Bara ef lífið væri jafn einfalt og ostur.

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2007 kl. 22:20

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband